Lífið

Stefán Hilmarsson kannar viðhorf til listamannalauna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Hilmarsson.
Stefán Hilmarsson. MYND/aðsend
„Mig langaði bara að gaumgæfa þennan málaflokk með hliðsjón af pólitískum sjónarmiðum sem og í sögulegu ljósi, verandi listamaður og áhugamaður um pólitík og sögu,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson sem er oftast kenndur við Sálina hans Jóns míns. Stefán vinnur að BA ritgerð í tengslum við könnun sem hann biðlar til fólks að taka þátt í.

„Í gegnum árin hefur aldeilis ekki ríkt einhugur um listamannalaun og á hverju ári þyrlast rykið upp með tilheyrandi hnútuköstum og svigurmælum á báða bóga. Í þeim hríðum hallar ef til vill nokkuð á málstað almennings, því listamenn eru öflugur áhrifahópur og innan þeirra vébanda er að finna ritfimasta fólk landsins, eðli málsins samkvæmt.“

Hann langaði að gera einfalda og heiðarlega viðhorfskönnun með það fyrir augun að tvinna niðurstöður inn í BA-ritgerð í Stjórnmálafræði.

„Það hafa reyndar verið gerðar svipaðar kannanir áður, en þetta verður þá bara ein í safnið,“ segir Stefán en hér má svara umræddri könnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×