Lífið

Bróðir forsetafrúarinnar sagður næsti Stephen King

Bergþór Másson skrifar
Iain Reid, rithöfundur og yngri bróðir Elizu Reid.
Iain Reid, rithöfundur og yngri bróðir Elizu Reid. Rob Whelan

Iain Reid, yngri bróðir forsetafrúarinnarr Elizu Reid, hefur vakið mikla athygli úti í heimi fyrir ritstörf sín. Hann hefur gefið út tvær bækur með frásögnum úr eigin lífi og eina skáldsögu. Í nýlegu viðtali við VICE er hann sagður vera næsti Stephen King.

Reid gaf út æviminningarnar „A Year in the Life of an Over-Educated, Underemployed, Twentysomething Who Moves Back Home“ árið 2010 og „The Truth About Luck: What I Learned on my Road Trip with Grandma“ árið 2013.

Skáldsagan „I'm Thinking of Ending Things“ kom út árið 2016 og skaust hún upp á metsölulistum um heim allan. Leikstjórinn Charlie Kaufman vinnur nú að kvikmynd upp úr bókinni í samvinnu með streymisveitunni Netflix.

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar undir nafninu „Ég er að spá í að slútta þessu“ á árinu.

Í viðtalinu við VICE ræðir Reid meðal annars um bróður sinn sem vinnur hjá geimferðastofnuninni NASA, rokktónlist, Stephen King samanburðinn, körfubolta, og síðast en ekki síst, Elizu Reid og Guðna Forseta.

Reid segir Guðna vera „hugulsaman, gáfaðan og vel lesinn“ og segist ekki geta hugsað sér betri manneskju en Guðna til að gegna forsetaembættinu.

Um Stephen King samanburðinn segir Iain: „Ég get talið upp fullt af hlutum sem eru öðruvísi hjá mér og King, en það kemur mér samt ekki á óvart að fólk beri okkur saman. Það er mikill heiður vegna þess að hann er frábær rithöfundur og afrakstur hans er ótrúlegur.“

Hægt er að lesa viðtalið við Iain Reid í heild sinni hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.