Lífið

Alþjóðleg auglýsing IKEA líkist herferð Atlantsolíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga Garðarsdóttir les inn á auglýsingar Atlantsolíu en Kristján telur að ekki sé um stuld að ræða. Aðeins skemmtileg tilviljun.
Saga Garðarsdóttir les inn á auglýsingar Atlantsolíu en Kristján telur að ekki sé um stuld að ræða. Aðeins skemmtileg tilviljun.

„Hvorki við hjá H:N né Atlantsolíu lítum svo á að um stuld sé að ræða enda hafa óperur oft verið notaðar með svipuðum hætti í auglýsingum. Það er bara stundum þannig að fólk fær sömu góðu hugmyndina á svipuðum tíma,“ segir Kristján Hjálmarsson, almanna- og viðskiptatengslastjóri H:N Markaðssamskipta sem framleiddi útvarpsauglýsingu Atlantsolíu sem kom út í vor.

IKEA gaf á dögunum út nýja sjónvarpsauglýsingu í tilefni af næsta IKEA bæklingi sem kemur út um heim allan á hverju ári.

Í auglýsingu IKEA má heyra fólk raula óperuna Le Donna e Mobile, úr Rigoletto eftir Guiseppe Verdi.

Þetta gerði einmitt grínistinn Saga Garðarsdóttir í útvarpsauglýsingum fyrir íslenska olíufyrirtækið í maí á þessu ári.

Hér að neðan má horfa á auglýsingu IKEA og bera hana saman við auglýsingar Atlantsolíu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.