Lífið

Alþjóðleg auglýsing IKEA líkist herferð Atlantsolíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saga Garðarsdóttir les inn á auglýsingar Atlantsolíu en Kristján telur að ekki sé um stuld að ræða. Aðeins skemmtileg tilviljun.
Saga Garðarsdóttir les inn á auglýsingar Atlantsolíu en Kristján telur að ekki sé um stuld að ræða. Aðeins skemmtileg tilviljun.
„Hvorki við hjá H:N né Atlantsolíu lítum svo á að um stuld sé að ræða enda hafa óperur oft verið notaðar með svipuðum hætti í auglýsingum. Það er bara stundum þannig að fólk fær sömu góðu hugmyndina á svipuðum tíma,“ segir Kristján Hjálmarsson, almanna- og viðskiptatengslastjóri H:N Markaðssamskipta sem framleiddi útvarpsauglýsingu Atlantsolíu sem kom út í vor.

IKEA gaf á dögunum út nýja sjónvarpsauglýsingu í tilefni af næsta IKEA bæklingi sem kemur út um heim allan á hverju ári.

Í auglýsingu IKEA má heyra fólk raula óperuna Le Donna e Mobile, úr Rigoletto eftir Guiseppe Verdi.

Þetta gerði einmitt grínistinn Saga Garðarsdóttir í útvarpsauglýsingum fyrir íslenska olíufyrirtækið í maí á þessu ári.

Hér að neðan má horfa á auglýsingu IKEA og bera hana saman við auglýsingar Atlantsolíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×