Gylfi flaug Baldri út á leik rétt fyrir erfiða krabbameinsmeðferð Stefán Árni Pálsson skrifar 9. ágúst 2018 13:45 Baldur fór með föður sínum á leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. „Það er komin smá hópur sem kallar sig Team Baldur og svo heitir góðgerðafélagið Vinir Baldurs. Nökkvi og þeir í Áttunni ætla síðan að hlaupa með okkur,“ segir Katrín Eyjólfsdóttir, móðir Baldurs Rökkva Arnaldssonar sem greindist með hvítblæði í apríl árið 2017 og ætla velunnarar hans að hlaupa til styrktar honum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. „Ég ætla sjálf að taka 10 kílómetra en ætla hlaupa til styrktar Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna.“ Katrín segir að Baldur muni mögulega sjálfur taka þátt í þriggja kílómetra hlaupinu. „Við verðum í raun að sjá bara til hvernig hann verður, en mögulega mun hann ganga þrjá kílómetra. Hann ætlar síðan að reyna að vera á svæðinu og taka á móti öllum sem eru að hlaupa í hans liði.“Ógleymanleg stund Katrín segir að það hafi vissulega verið mikið sjokk að fá svona fréttir á sínum tíma. „Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir fjölskyldu og vini en það sem okkur finnst hjálpa mikið er að Baldur ákvað strax að fara þetta á jákvæðni og húmor, en þetta er mjög erfitt. Hann hefur verið svo jákvæður og staðið sig ótrúlega vel. Til að mynda hefur hann misst mikið úr skóla en mætti stundum hundveikur og það þótti honum gott.“ Baldur hefur verið í lyfjameðferð lengi og hefur hún tekið á. „Það hjálpar honum mikið að eiga góða vini sem mæta oft til hans á spítalann og spila við hann FIFA.“ Katrín segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi boðið Baldri út til Rússlands í sumar og það á leik Íslands gegn Króatíu. „Þetta var æðislegt fyrir hann og algjörlega ógleymanlegt. Þetta hitti vel á því Baldur hafði smá tíma áður en hann færi í mjög erfiða lyfjameðferð og gat því mætt á leikinn.“Arnaldur og Katrín, foreldrar Baldurs, ásamt yngri bróður hans.Baldur mun styrkja Ljósið eftir maraþonið en þangað mun hann fara í endurhæfingu í haust eftir erfiða lyfjameðferð síðustu 16 mánuði. Meðferðinni mun ljúka í lok október árið 2019. Velunnarar Baldurs deila myndbandi á Facebook þar sem rætt er við heilbrigðisstarfsfólk, vini hans og fjölskyldu og síðan hann sjálfan. „Með þessu myndbandi langar mig að sýna ykkur að það er hægt að lifa lífinu eftir að maður greinist. Hugarfar skiptir mjög miklu máli,“ segir Baldur Rökkvi. „Hvítblæði er vel þekktur sjúkdómur sem er búinn að vera til áratugum saman og er einn af þeim sjúkdómum sem börn greinast með hvað krabbamein varðar. Um einn þriðji af þeim börnum sem greinast með krabbamein eru með hvítblæði og heildarfjöldinn er um 10-12 á ári,“ segir Sigrún ofurhjúkka eins og talað er um hana í myndbandinu.Hafði verið að leita sér að verkefni „Hann hefur í raun aldrei kvartað. Ég var að deyja úr hræðslu og fyrst þegar ég heyrði um bráðhvítblæði þá hafði það ekkert sérstakan endi,“ segir Arnaldur, faðir Baldurs. „Við fengum að vita þetta þegar við vorum í tíma og þetta hljómaði illa. Ég vissi ekki alveg hvernig mér átti að líða,“ segir vinur Baldurs. „Ég sagði við hann að þetta væri bara verkefni og þetta myndi taka tíma. Hann svaraði þá bara: Já, ég hef einmitt verið að leita mér að verkefni, og tek þetta bara. Þetta sýnir þann styrk sem hann hefur sýnt í gegnum alla meðferðina,“ segir Katrín Eyjólfsdóttir, móðir Baldurs. „Draumurinn minn er að safna fyrir Ljósinu sem er með endurhæfingu fyrir fólk sem er að koma úr krabbameinsmeðferð fyrir 16 ára og eldri. Svo væri ég líka til í að safna í ferðasjóð svo ég geti kannski farið til útlanda þegar meðferð líkur og séð Liverpool spila á Anfield.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft þar sem rætt er við stuðningsfólk Baldurs. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Það er komin smá hópur sem kallar sig Team Baldur og svo heitir góðgerðafélagið Vinir Baldurs. Nökkvi og þeir í Áttunni ætla síðan að hlaupa með okkur,“ segir Katrín Eyjólfsdóttir, móðir Baldurs Rökkva Arnaldssonar sem greindist með hvítblæði í apríl árið 2017 og ætla velunnarar hans að hlaupa til styrktar honum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. „Ég ætla sjálf að taka 10 kílómetra en ætla hlaupa til styrktar Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra barna.“ Katrín segir að Baldur muni mögulega sjálfur taka þátt í þriggja kílómetra hlaupinu. „Við verðum í raun að sjá bara til hvernig hann verður, en mögulega mun hann ganga þrjá kílómetra. Hann ætlar síðan að reyna að vera á svæðinu og taka á móti öllum sem eru að hlaupa í hans liði.“Ógleymanleg stund Katrín segir að það hafi vissulega verið mikið sjokk að fá svona fréttir á sínum tíma. „Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir fjölskyldu og vini en það sem okkur finnst hjálpa mikið er að Baldur ákvað strax að fara þetta á jákvæðni og húmor, en þetta er mjög erfitt. Hann hefur verið svo jákvæður og staðið sig ótrúlega vel. Til að mynda hefur hann misst mikið úr skóla en mætti stundum hundveikur og það þótti honum gott.“ Baldur hefur verið í lyfjameðferð lengi og hefur hún tekið á. „Það hjálpar honum mikið að eiga góða vini sem mæta oft til hans á spítalann og spila við hann FIFA.“ Katrín segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi boðið Baldri út til Rússlands í sumar og það á leik Íslands gegn Króatíu. „Þetta var æðislegt fyrir hann og algjörlega ógleymanlegt. Þetta hitti vel á því Baldur hafði smá tíma áður en hann færi í mjög erfiða lyfjameðferð og gat því mætt á leikinn.“Arnaldur og Katrín, foreldrar Baldurs, ásamt yngri bróður hans.Baldur mun styrkja Ljósið eftir maraþonið en þangað mun hann fara í endurhæfingu í haust eftir erfiða lyfjameðferð síðustu 16 mánuði. Meðferðinni mun ljúka í lok október árið 2019. Velunnarar Baldurs deila myndbandi á Facebook þar sem rætt er við heilbrigðisstarfsfólk, vini hans og fjölskyldu og síðan hann sjálfan. „Með þessu myndbandi langar mig að sýna ykkur að það er hægt að lifa lífinu eftir að maður greinist. Hugarfar skiptir mjög miklu máli,“ segir Baldur Rökkvi. „Hvítblæði er vel þekktur sjúkdómur sem er búinn að vera til áratugum saman og er einn af þeim sjúkdómum sem börn greinast með hvað krabbamein varðar. Um einn þriðji af þeim börnum sem greinast með krabbamein eru með hvítblæði og heildarfjöldinn er um 10-12 á ári,“ segir Sigrún ofurhjúkka eins og talað er um hana í myndbandinu.Hafði verið að leita sér að verkefni „Hann hefur í raun aldrei kvartað. Ég var að deyja úr hræðslu og fyrst þegar ég heyrði um bráðhvítblæði þá hafði það ekkert sérstakan endi,“ segir Arnaldur, faðir Baldurs. „Við fengum að vita þetta þegar við vorum í tíma og þetta hljómaði illa. Ég vissi ekki alveg hvernig mér átti að líða,“ segir vinur Baldurs. „Ég sagði við hann að þetta væri bara verkefni og þetta myndi taka tíma. Hann svaraði þá bara: Já, ég hef einmitt verið að leita mér að verkefni, og tek þetta bara. Þetta sýnir þann styrk sem hann hefur sýnt í gegnum alla meðferðina,“ segir Katrín Eyjólfsdóttir, móðir Baldurs. „Draumurinn minn er að safna fyrir Ljósinu sem er með endurhæfingu fyrir fólk sem er að koma úr krabbameinsmeðferð fyrir 16 ára og eldri. Svo væri ég líka til í að safna í ferðasjóð svo ég geti kannski farið til útlanda þegar meðferð líkur og séð Liverpool spila á Anfield.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft þar sem rætt er við stuðningsfólk Baldurs.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning