Lífið

Missy Elliott sjúklega ánægð með ábreiðu Mary Halsey

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mary Halsey hefur slegið í gegn á netinu.
Mary Halsey hefur slegið í gegn á netinu.

Missy Elliott gaf á sínum tíma út lagið Work It og sló það rækilega í gegn. Fyrir tveimur vikum setti kona að nafni Maru Halsey inn myndband á Facebook þar sem hún tekur lagið einstaklega vel.

Það verður ekki sagt að Halsey og Elliot séu svipaðar týpur en Halsey gjörsamlega neglir flutninginn. Svo vel að Missy Elliot tísti sjálf um myndbandið.

„Ég var að komast að því að ég ætti funkí hvíta systir,“ segir Elliot á Twitter og bætir við að flutningur Halsey hafi verið frábær.

Hér að neðan má sjá umrætt myndband en þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á það sjö milljón sinnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.