Handbolti

Andri Heimir fer frá ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Heimir í leik með ÍBV í vetur
Andri Heimir í leik með ÍBV í vetur vísir/valli

Andri Heimir Friðriksson mun ekki spila með Íslandsmeisturum ÍBV í Olís deild karla í vetur og er á förum frá félaginu. Þetta staðfesti hann við mbl.is í dag.

Andri er 28 ára gamall og er að flytja ásamt konu sinni til Reykjavíkur. Ekki er ljóst hvar hann mun spila á næstu leiktíð en væntanlega má gera ráð fyrir að það verði lið á höfuðborgarsvæðinu.

Andri kom til ÍBV frá Haukum árið 2017 og varð í vor Íslands- og bikarmeistari með félaginu.

Leikmannahópur ÍBV hefur breyst nokkuð í sumar. Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert eru farnir í Val og Aron Rafn Eðvarðsson er genginn til liðs við þýska liðið Hamborg. Þá er Erlingur Richardsson tekinn við þjálfun liðsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.