Lífið

Gríðarleg eftirvænting fyrir Ögurballi

Birgir Olgeirsson skrifar
Dúettinn Halli og Þórunn skemmta gestum á ballinu en þau hafa verið æviráðin á þennan dansleik.
Dúettinn Halli og Þórunn skemmta gestum á ballinu en þau hafa verið æviráðin á þennan dansleik.

Ögurballið fer fram laugardagskvöldið 21. júlí næstkomandi en aðstandendur viðburðarins segja um að ræða eitt vinsælasta og jafnframt elsta sveitaball Vestfjarða.

Allur ágóði dansleiksins rennur óskiptur til viðhalds og uppbyggingar samkomuhússins í Ögri í Ísafjarðardjúpi sem er gamalt ungmennafélagshús frá árinu 1926.

Ein af hefðum þessa sveitaballs er að bjóða gestum upp á rabbarbaragraut og mun að venju dúettinn Halli og Þórunn sjá um að skemmta fólki.

Það er jafnan margt um manninn á Ögurballinu.

„Þau hafa spilað þarna síðan við tókum við þessu og eru æviráðin. Þau taka þó pásu og það er misjafnt hver skemmtir í pásum.“ segir María Sigríður Halldórsdóttir, ein af skipuleggjendum Ögurballsins. Í fyrra skemmti Sesar Afrikanus (Eyjólfur Eyvindarson) fólkinu í pásunni en hann var einmitt að skemmta sér á ballinu. Hver verður pásutrúður nú í ár er ekki gefið upp.

Á hverju ári er andlit Ögurballsins valið af Ögursystkinum og í ár er það Ísak Pálmason,

Næg tjaldstæði er á staðnum og getur hver sem er mætt á ballið sem náð hefur átján ára aldri.

Myllumerki Ögurballsins er #ögurball2018 og einnig er hægt að fylgjast með á Snapchat: ogurtravelAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.