Lífið

Heiðruðu minningu sonarins á óvenjulegan hátt í líkvökunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um líkvökuna og birt fallegar myndir af Renard Matthews.
Erlendir fjölmiðlar hafa margir fjallað um líkvökuna og birt fallegar myndir af Renard Matthews. Skjáskot/WGO

Fjölskylda bandarísks unglings, sem myrtur var fyrir tveimur vikum síðan í New Orleans, heiðraði minningu drengsins á óvenjulegan hátt í líkvöku hans. Myndir frá líkvökunni hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og hafa fjölmiðlar ytra fjallað töluvert um málið.

Renard Matthews var átján ára þegar hann var skotinn til bana. Móðir hans, Temeka Matthews, ákvað að hverfa frá hefðbundinni uppstillingu í líkvöku sonarins og koma honum í staðinn fyrir í stól fyrir framan sjónvarpið, með tölvuleikjafjarstýringu í höndunum og Doritos-poka og gos í seilingarfjarlægð - þar sem hann kunni allra best við sig er hann lifði.

Renard hafði mikinn áhuga á tölvuleikjum og þá var hann aðdáandi körfuboltamannsins Kyrie Irving, sem spilar með Boston Celtics. Renard var því lagður til hinstu hvílu í treyju liðsins.

Í frétt Mashable kemur fram að útfararstofan sem sá um líkvökuna sérhæfi sig í óhefðbundnum athöfnum á borð við þá sem skipulögð var fyrir Renard, sem jarðaður var í gær. Þá liggur ástæða að baki morðinu á honum ekki fyrir.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.