Stjörnurnar sem bjuggu saman áður en frægðin bankaði á dyr Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 15:30 Gwyneth Paltrow og Winona Ryder leigðu saman á tíunda áratugnum. Það gerðu Christopher Reeve og Robin Williams einnig á áttunda áratugnum. Mynd/Samsett Stjörnurnar í Hollywood þekkjast margar innbyrðis, enda er kvikmyndabransinn minni og fámennari en margur heldur. Hér er að finna lista af heimsþekktum einstaklingum sem bjuggu saman, með misjöfnum árangri, áður en þeir skutust upp á stjörnuhimininn.Matt Damon og Ben Affleck á Óskarsverðlaununum árið 1998.Vísir/GettyMatt Damon og Ben Affleck Bandarísku leikararnir Matt Damon og Ben Affleck leigðu saman þegar þeir skrifuðu handritið að kvikmyndinni Good Will Hunting. Myndin var frumsýnd árið 1997 og kom félögunum á kortið en handritið skilaði þeim Óskarsverðlaunum, eins og frægt er orðið.In honor of the babely @conniebritton birthday, let's all party like its 1999! (Photo from 1999 for reference). pic.twitter.com/zKyksIGrX6— Lauren Graham (@thelaurengraham) March 6, 2015 Connie Britton og Lauren Graham Leikkonurnar Connie Britton, sem fór með hlutverk Rayna James í sjónvarpsþáttunum Nashville, og Lauren Graham, sem lék Lorelai í Gilmore Girls, voru einnig meðleigjendur áður en þær skutust upp á stjörnuhimininn. Graham greindi frá þessu árið 2013 og sagði íbúðina hafa verið nær tóma af húsgögnum auk þess sem þær stöllur borðuðu nær eingöngu Rice Krispies-kökur á þessum tíma til að halda sér á lífi.Justin Timberlake og Ryan Gosling byrjuðu sem DIsney-stjörnur.Vísir/GettyJustin Timberlake og Ryan Gosling Söngvarinn Justin Timberlake og leikarinn Ryan Gosling bjuggu saman þegar þeir léku í hinum sögufræga Mickey Mouse Club snemma á tíunda áratugnum. Gosling er frá Kanada og þurfti því að dvelja fjarri heimili sínu við tökur á þáttunum, sem fóru fram í Bandaríkjunum. Þegar móðir Gosling þurfti svo að fara aftur heim til Kanada vegna vinnu sinnar flutti Gosling tímabundið inn til fjölskyldu Timberlake.Gwyneth Paltrow og WInona Ryder áður en allt fór í háaloft.Vísir/GettyGwyneth Paltrow og Winona Ryder Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Winona Ryder eru sagðar hafa eldað grátt silfur saman þegar þær voru meðleigjendur í Los Angeles á tíunda áratugnum. Þær slitu vinskap sínum árið 1998 en talið er að Paltrow hafi fundið handrit Ryder að kvikmyndinni Shakespeare in Love í íbúðinni og í kjölfarið hreppt aðalhlutverkið í myndinni. Hún hlaut síðar Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið.Downey grét á öxlinni á Sutherland þegar á þurfti að halda.Vísir/gettyRobert Downey Jr. og Kiefer Sutherland Leikararnir Downey Jr. og Sutherland leigðu saman í þrjú ár á níunda áratugnum áður en þeir slógu almennilega í gegn. Sutherland er sagður hafa veitt Downey Jr. andlegan stuðning þegar samband hans og leikkonunnar Söruh Jessicu Parker stóð á brauðfótum.Adam Sandler og Judd Apatow er enn vel til vina.Vísir/GEttyJudd Apatow og Adam Sandler Leikstjórinn Judd Apatow og leikarinn Adam Sandler bjuggu saman í LA og reyndu þar báðir fyrir sér sem grínistar. Þegar Sandler fékk svo hlutverk í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem tekinn er upp í New York, hélt hann þó áfram að borga sinn hluta af leigunni.Reeve og Williams spariklæddir.Vísir/gettyRobin Williams og Christopher Reeve Hinir gamalkunnu leikarar Robin Williams og Christopher Reeve voru báðir nemendur við leiklistardeild Juilliard-skólans í New York á áttunda áratugnum. Þeir bjuggu saman á námsárunum og varð með þeim ævilöng vinátta. Reeve lést árið 2004 og Williams tíu árum síðar, árið 2014. Bíó og sjónvarp Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Stjörnurnar í Hollywood þekkjast margar innbyrðis, enda er kvikmyndabransinn minni og fámennari en margur heldur. Hér er að finna lista af heimsþekktum einstaklingum sem bjuggu saman, með misjöfnum árangri, áður en þeir skutust upp á stjörnuhimininn.Matt Damon og Ben Affleck á Óskarsverðlaununum árið 1998.Vísir/GettyMatt Damon og Ben Affleck Bandarísku leikararnir Matt Damon og Ben Affleck leigðu saman þegar þeir skrifuðu handritið að kvikmyndinni Good Will Hunting. Myndin var frumsýnd árið 1997 og kom félögunum á kortið en handritið skilaði þeim Óskarsverðlaunum, eins og frægt er orðið.In honor of the babely @conniebritton birthday, let's all party like its 1999! (Photo from 1999 for reference). pic.twitter.com/zKyksIGrX6— Lauren Graham (@thelaurengraham) March 6, 2015 Connie Britton og Lauren Graham Leikkonurnar Connie Britton, sem fór með hlutverk Rayna James í sjónvarpsþáttunum Nashville, og Lauren Graham, sem lék Lorelai í Gilmore Girls, voru einnig meðleigjendur áður en þær skutust upp á stjörnuhimininn. Graham greindi frá þessu árið 2013 og sagði íbúðina hafa verið nær tóma af húsgögnum auk þess sem þær stöllur borðuðu nær eingöngu Rice Krispies-kökur á þessum tíma til að halda sér á lífi.Justin Timberlake og Ryan Gosling byrjuðu sem DIsney-stjörnur.Vísir/GettyJustin Timberlake og Ryan Gosling Söngvarinn Justin Timberlake og leikarinn Ryan Gosling bjuggu saman þegar þeir léku í hinum sögufræga Mickey Mouse Club snemma á tíunda áratugnum. Gosling er frá Kanada og þurfti því að dvelja fjarri heimili sínu við tökur á þáttunum, sem fóru fram í Bandaríkjunum. Þegar móðir Gosling þurfti svo að fara aftur heim til Kanada vegna vinnu sinnar flutti Gosling tímabundið inn til fjölskyldu Timberlake.Gwyneth Paltrow og WInona Ryder áður en allt fór í háaloft.Vísir/GettyGwyneth Paltrow og Winona Ryder Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Winona Ryder eru sagðar hafa eldað grátt silfur saman þegar þær voru meðleigjendur í Los Angeles á tíunda áratugnum. Þær slitu vinskap sínum árið 1998 en talið er að Paltrow hafi fundið handrit Ryder að kvikmyndinni Shakespeare in Love í íbúðinni og í kjölfarið hreppt aðalhlutverkið í myndinni. Hún hlaut síðar Óskarsverðlaun fyrir hlutverkið.Downey grét á öxlinni á Sutherland þegar á þurfti að halda.Vísir/gettyRobert Downey Jr. og Kiefer Sutherland Leikararnir Downey Jr. og Sutherland leigðu saman í þrjú ár á níunda áratugnum áður en þeir slógu almennilega í gegn. Sutherland er sagður hafa veitt Downey Jr. andlegan stuðning þegar samband hans og leikkonunnar Söruh Jessicu Parker stóð á brauðfótum.Adam Sandler og Judd Apatow er enn vel til vina.Vísir/GEttyJudd Apatow og Adam Sandler Leikstjórinn Judd Apatow og leikarinn Adam Sandler bjuggu saman í LA og reyndu þar báðir fyrir sér sem grínistar. Þegar Sandler fékk svo hlutverk í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem tekinn er upp í New York, hélt hann þó áfram að borga sinn hluta af leigunni.Reeve og Williams spariklæddir.Vísir/gettyRobin Williams og Christopher Reeve Hinir gamalkunnu leikarar Robin Williams og Christopher Reeve voru báðir nemendur við leiklistardeild Juilliard-skólans í New York á áttunda áratugnum. Þeir bjuggu saman á námsárunum og varð með þeim ævilöng vinátta. Reeve lést árið 2004 og Williams tíu árum síðar, árið 2014.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira