Úrskurðarnefnd felldi úr gildi leyfi fyrir nýbyggingu Hafrannsóknarstofnunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2018 11:08 Nýbygging Hafrannsókarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfn í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Karlsson Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira