Lífið

Bjarki Már þóttist vera Breti í trylltum karókíham á Sæta Svíninu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarki fór hreinlega á kostum í gærkvöldi.
Bjarki fór hreinlega á kostum í gærkvöldi.
Handknattleiksmaðurinn Bjarki Már Elísson er atvinnumaður með þýska liðinu Füchse Berlin en honum er margt til lista lagt.

Bjarki mætti í karókí kvöld á Sæta Svíninu í gær og gerði þar allt vitlaust þegar hann kom fram sem Breti og negldi gjörsamlega lagið Don´t look back in Anger með Oasis.

Bjarki fór alla leið í sínum flutningi og reif sig á kassann. Söngkonan Þórunn Antonía heldur utan um karókíkvöld Sæta Svínsins og birti hún myndband af flutningi Bjarka á Instagram-reikningi sínum. Hér að neðan má sjá þennan magnaða flutning. Bjarki ætti að velta fyrir sér að snúa sér að söng þegar hann leggur skóna á hilluna. Kappinn hefur spilað fjölmarga landsleiki fyrir Ísland og varð Evrópumeistari með félagsliði sínu á dögunum. 

Karaókíkvöldin á Sæta Svíninu eru á hverju miðvikudagskvöldi og eru það þær Þórunn Antonía og Dj Dóra Júlía sem halda utan um kvöldin. Kvöldin hafa notið vinsælda frá því þau byrjuðu snemma á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×