Handbolti

Ásgeir Örn gerði tveggja ára samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn aftur í Hauka.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn aftur í Hauka. Sigurjón
Ásgeir Örn Hallgrímsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Hauka og mun því leika með liðinu í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Ásgeir Örn skrifaði undir samninginn síðdegis.

Aron Kristjánsson var einnig á fundinum en fyrr á árinu var greint frá því að hann hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu sem framkvæmdastjóra íþrótta- og markaðsmála. Gunnar Magnússon mun áfram þjálfa lið Hauka sem fyrri ár.

Ásgeir Örn lék síðast með Haukum árið 2005 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi en síðast var hann á mála hjá Nimes. Hann á meira en 250 landsleiki að baki og var lengi vel lykilmaður í landsliðinu.

Hann mun styrkja lið Hauka mikið en Hafnfirðingar höfnuðu í fimmta sæti Olísdeildarinnar á síðustu leiktíð og komust í undanúrslit úrslitakeppninnar, þar sem þeir féllu úr leik eftir tap fyrir verðandi Íslandsmeisturum ÍBV.


Tengdar fréttir

Ásgeir Örn sagður á leið í Hauka

Haukar hafa boðað til blaðamannafundar síðdegis þar sem reiknað er með því að Ásgeir Örn Hallgrímsson verði kynntur til sögunnar.

Aron Kristjánsson að taka við Bahrein

Aron Kristjánsson tekur við landsliði Bahrein af Guðmundi Guðmundssyni en Haukar.is greina frá þessu í kvöld. Aron tekur einnig að sér nýtt starf innan Hauka þegar hann flytur heim í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×