Rétti ráðherrann Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:00 Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun