Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2018 22:43 Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður!
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar