Lífið

Sigurvegari America´s Got Talent látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neal E. Boyd á sviðinu á sínum tíma.
Neal E. Boyd á sviðinu á sínum tíma.

Óperusöngvarinn Neal E. Boyd er látinn en hann vann raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent árið 2008.

Í frétt TMZ kemur fram að hann hafi fengið hjartaáfall og í kjölfarið látið lífið. Boyd lést á heimili móður sinnar á sunnudaginn en hann hafði verið undir sérstöku eftirliti undanfarna mánuði.

Eftir sigurinn í Amercia´s Got Talent gaf Boyd út plötuna My American Dream. Á síðasta ári féll Boyd í yfirlið við akstur með þeim afleiðingum að hann og móðir hans slösuðust alvarlega.

Hér að neðan má sjá fyrstu áheyrnaprufu söngvarans frá árinu 2008.

.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.