Lífið

Náði dáleiðandi myndbandi af myndun skýstróks

Birgir Olgeirsson skrifar

Ofurhuginn James Hammett náði þessu magnaða myndbandi af myndun skýstróks við bæinn Laramie í Wyoming-ríki í Bandaríkjunum. Hammett var með upptöku í gangi þegar hann ók um þjóðveginn og fangaði þetta augnablik sem er allt að því dáleiðandi.

Hafa margir haft það á orði að strókurinn sé svo skýr í myndbandinu að hann líti út fyrir að vera tölvuteiknaður, en svo er ekki.

Hammett komst nærri stróknum og fylgdist með þegar hann reif upp akur áður en hann leystist upp.

Þessi skýstrókur eyðilagði nokkur heimili en enginn slasaðist að sögn fjölmiðla vestanhafs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.