Lífið, niðurstaða eða ferli? Arnar Sveinn Geirsson skrifar 13. júní 2018 08:00 Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók þá ákvörðun 11 ára gamall að lifa lífinu sem niðurstöðu. Ég er ekki að segja að ég hafi sest niður, hugsað mig vandlega um og tekið þessa ákvörðun, heldur gerði ég það ómeðvitað. Niðurstaðan var sú að ég missti mömmu. Ég ætlaði aldrei nokkurn tímann aftur að upplifa svona missi aftur eða tengjast manneskju á sama hátt vitandi að ég gæti misst hana líka. Ég ætlaði að vera glaður og jákvæður. Alltaf. Eftir þessari niðurstöðu byrjaði svo lífið að mótast. Eða hvað? Vandamálið er að þegar maður lifir lífinu sem niðurstöðu að þá mótast það einmitt ekki. Það þróast ekki. Það breytist ekkert. Auðvitað fer lífið í einhverjar áttir og það verður til einhver farvegur. Farveginum má líkja við árfarveg. Gróðursælan árfarveg sem er fullur af lífi og gleði. En svo breytist veðrið einn daginn, það koma miklir þurrkar sem þurrka upp ána. Eftir stendur farvegurinn sem vatnið skildi eftir sig, gróðurinn sem þar er deyr hægt og rólega og lífríkið með. Hann er ekki lengur fullur af lífi og gleði. Þegar þurrkunum linnir kemur vatnið aftur, en það fer í nákvæmlega sama farveginn, sem vekur upp hræðslu við næsta þurrk af því aðstæðurnar eru svo minnisstæðar. Það endar og byrjar allt á niðurstöðunni sem við lifum eftir. Það sem varð til við áfallið, kjarnaviðhorf okkar, reynslan af áfallinu og fleira mun halda áfram að vera til staðar á ýmsum sviðum lífsins. Oftar en ekki kemur það fram í ástarsamböndum okkar og það eyðileggur þau í flestum tilvikum, allavega framan af. Á endanum sættir manneskjan sig hins vegar oft við niðurstöðuna. Niðurstaðan er skýr og verður alltaf þarna og við þurfum hreinlega að sætta okkur við það, því hvað annað ættum við að gera? Hvernig öðruvísi ættum við að fá að upplifa það að gifta okkur og eignast fjölskyldu? Það er engin önnur leið en að sætta sig við þessa niðurstöðu. Eða hvað? Að lifa lífinu sem niðurstöðu er ein leið til þess að lifa lífinu. En ef niðurstaðan er nú þegar ákveðin, hverju erum við þá í rauninni að breyta á lífsleiðinni? Það er nefnilega hægt að bakka út úr niðurstöðunni sem maður fékk einu sinni. Það er hægt að endurmeta hana og sjá að lífið er ekki niðurstaða. Lífið er ferli. Lífið er ferli út í gegn og það er ekkert ferli sem getur haldið áfram þegar niðurstöðunni er náð. Þá er ferlið búið. Lífið er ekki búið fyrr en það er búið og það má því segja að niðurstöðunni verði aldrei náð fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið dreginn. Þangað til er ferlið lifandi, í orðsins fyllstu merkingu. Með því að lifa lífinu sem ferli leyfum við okkur að gera mistök. Við leyfum okkur að læra af mistökunum. Við leyfum okkur að hafa rangt fyrir okkur og rétt fyrir okkur. Við leyfum okkur að finna fyrir tilfinningunum sem koma, hverjar sem þær eru. Við leyfum okkur að aðlagast breyttum aðstæðum. Og umfram allt, við leyfum okkur að dreyma. Þegar við lifum lífinu sem niðurstöðu geta draumarnir sjaldnast orðið að veruleika. Draumar krefjast nefnilega þess að maður sé opinn fyrir ferlinu sem þarf til þess að þeir náist. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að endurmeta niðurstöðuna sem ég fékk 11 ára gamall, fyrir 15 árum síðan. Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að byrja að vinna í því að lifa ekki lífinu sem niðurstöðu, heldur að sjá lífið sem ferli. Að lifa lífinu sem ferlinu sem það raunverulega er. Að hætta að hugsa um niðurstöðuna sem ég komst einu sinni að. Að leyfa mér að gera mistök, að hafa rangt fyrir mér, að aðlagast. Að leyfa mér að dreyma.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun