Rökin brostin Hörður Ægisson skrifar 25. maí 2018 10:00 Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hundrað tuttugu og tveir milljarðar króna. Það er fjárhæðin sem svonefndur bankaskattur, sem leggst á skuldir fjármálafyrirtækja og átti að vera tímabundið úrræði, hefur skilað ríkissjóði samanlagt frá því að hann tók gildi 2011. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um helmingi meira en áætlað er að öll fyrirtæki landsins greiði í tekjuskatt á þessu ári. Það er því kannski ekki að undra að engin áform eru um að afnema skattinn, sem mun skila ríkinu um níu milljörðum í ár, í ljósi þess hversu mikilvægur hann er við tekjuöflun ríkissjóðs. Er bankaskatturinn skynsamlegur út frá almannahagsmunum? Rökin hafa orðið sífellt veikari með árunum. Skattlagningin var upphaflega rökstudd með því að ríkissjóður hafi orðið fyrir miklum búsifjum vegna fjármálaáfallsins. Framan af voru það aðeins nýju bankarnir sem voru látnir greiða fyrir tjónið sem þeir gömlu höfðu valdið en síðar meir var, réttilega, ákveðið að hann myndi einnig ná til slitabúa föllnu bankanna, einkum til að reyna flýta fyrir skuldaskilum þeirra, og um leið var skatthlutfallið hækkað stórlega. Nú liggur fyrir að erlendir kröfuhafar hafa greitt yfir 500 milljarða til ríkissjóðs í formi stöðugleikaframlags og skatta. Fyrir vikið hefur ríkið endurheimt allan beinan kostnað, og vel það, sem hlaust við fall bankakerfisins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, sagði í samtali við Markaðinn í vikunni að það hljóti því að vera „tilefni til þess að endurskoða þessa sérstöku skattlagningu þegar upphaflega röksemdin fyrir henni er brostin“. Skatthlutfall bankaskattsins hér á landi á sér enga hliðstæðu. Óumdeilt er að hann veldur skekkju á fjármálamarkaði, gagnvart lífeyrissjóðum en ekki síður erlendum fjármálastofnunum, og dregur umtalsvert úr arðsemi. Þetta hefur tvíþættar afleiðingar. Annars vegar í hærri lánakjörum, sem viðskiptavinir bankanna þurfa að lokum að borga, einkum þeir yngstu og efnaminni sem hafa minni möguleika á að fjármagna sig hjá lífeyrissjóðum, og hins vegar lækkar bankaskatturinn verulega virði bankanna. Ríkið, sem eigandi að meirihluta fjármálakerfisins, er því með öðrum orðum að skjóta sig í fótinn. Gangi fjármálaáætlun eftir um að lækka skattinn í skrefum 2020 til 2023 þá munu hinir sérstöku skattar á banka, þar sem bankaskatturinn vegur þyngst, rýra heildarvirði þeirra um 150 milljarða. Enginn fjárfestir mun þó kaupa í fjármálafyrirtæki, nema með afslætti, upp á loforð stjórnmálamanna um að skatturinn fari mögulega einhvern tíma í framtíðinni. Það er sjaldnast til pólitískra vinsælda fallið að tala fyrir lægri sköttum, skiptir þá engu hversu illa hugsaðir þeir eru, á fjármálafyrirtæki. Bankaskatturinn er því líklega kominn til að vera. Það vill samt iðulega gleymast að skilvirkara fjármálakerfi, sem miðlar fjármagni í arðbærustu fjárfestingarnar, skiptir sköpum við að leysa framleiðnivanda Íslands. Á meðan stjórnvöld ákveða að álögur á fjármálafyrirtæki skuli vera margfalt hærri en þekkist annars staðar, ásamt öðrum misviturlegum heimatilbúnum aðgerðum, þá er kostnaðurinn sá að hér verður enn rekið dýrasta bankakerfi í Evrópu.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun