Píratar og eldri borgarar - fullkomin samleið Rannveig Ernudóttir skrifar 26. maí 2018 13:30 Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar