Stjórnarmyndun popúlista á Ítalíu farin út um þúfur Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 22:41 Conte sagði af sér áður en hann gat tekið við sem forsætisráðherra. Vísir/EPA Guiseppe Conte, forsætisráðherraefni ítalskra popúlista, sagði af sér í dag eftir að forseti landsins hafnaði að staðfesta fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans. Búist er við að boðað verði til nýrra kosninga í haust. Popúlistaflokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, sem báðir hafa efasemdir um Evrópusambandið, hafa reynt að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar sem fóru fram í mars. Tilnefning Conte á Paolo Savona, 81 árs gömlum fyrrverandi iðnaðarráðherra sem hefur lýst þátttöku Ítala í evrunni sem „sögulegum mistökum“, hafði verið umdeild. Engu að síður var ákvörðun Sergio Mattarella forseta um að hafna tilnefningunni fordæmalaus í samtímasögu Ítalíu, að sögn The Guardian. Forseti Ítalíu á alla jafna að vera hlutlaus. Mattarella vísaði hins vegar til þess að skipan Savona ógnaði ítölskum fjölskyldum og borgurum því hún skapaði óvissu um efnahag landsins. „Ég bað um að pólitískur leiðtogi með vald úr samstarfsflokkunum væri valinn í þetta ráðuneyti sem væri ekki álitinn fylgjandi stefnu sem gæti leitt til útgöngu Ítalíu úr evrunni,“ sagði Mattarella. Ákvörðun Mattarella er talin geta valdið stjórnarskrárkreppu á Ítalíu. Hann segist ætla að íhuga kröfu Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Bandalagsins um skyndikosningar. Leiddar hafa verið að því líkur að forsetinn gæti beðið Carlo Cottarelli, fyrrverandi embættismann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um að leiða sérfræðingastjórn. Cottarelli kom til fundar við Mattarella í forsetahöllinni í dag. Tengdar fréttir Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. 11. maí 2018 06:00 Menntun Conte véfengd Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Guiseppe Conte, forsætisráðherraefni ítalskra popúlista, sagði af sér í dag eftir að forseti landsins hafnaði að staðfesta fjármálaráðherra í ríkisstjórn hans. Búist er við að boðað verði til nýrra kosninga í haust. Popúlistaflokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin og öfgahægriflokkurinn Bandalagið, sem báðir hafa efasemdir um Evrópusambandið, hafa reynt að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar sem fóru fram í mars. Tilnefning Conte á Paolo Savona, 81 árs gömlum fyrrverandi iðnaðarráðherra sem hefur lýst þátttöku Ítala í evrunni sem „sögulegum mistökum“, hafði verið umdeild. Engu að síður var ákvörðun Sergio Mattarella forseta um að hafna tilnefningunni fordæmalaus í samtímasögu Ítalíu, að sögn The Guardian. Forseti Ítalíu á alla jafna að vera hlutlaus. Mattarella vísaði hins vegar til þess að skipan Savona ógnaði ítölskum fjölskyldum og borgurum því hún skapaði óvissu um efnahag landsins. „Ég bað um að pólitískur leiðtogi með vald úr samstarfsflokkunum væri valinn í þetta ráðuneyti sem væri ekki álitinn fylgjandi stefnu sem gæti leitt til útgöngu Ítalíu úr evrunni,“ sagði Mattarella. Ákvörðun Mattarella er talin geta valdið stjórnarskrárkreppu á Ítalíu. Hann segist ætla að íhuga kröfu Fimm stjörnu hreyfingarinnar og Bandalagsins um skyndikosningar. Leiddar hafa verið að því líkur að forsetinn gæti beðið Carlo Cottarelli, fyrrverandi embættismann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, um að leiða sérfræðingastjórn. Cottarelli kom til fundar við Mattarella í forsetahöllinni í dag.
Tengdar fréttir Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. 11. maí 2018 06:00 Menntun Conte véfengd Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Popúlistar á Ítalíu nálgast samkomulag Fimm stjörnu hreyfingin og Norðurbandalagið nálgast það að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. 11. maí 2018 06:00
Menntun Conte véfengd Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte. 23. maí 2018 06:00