Rannsóknir sýni sama sorgarferli við erfiðan skilnað og dauðsfall Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2018 11:15 Kristborg Bóel ræddi við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristborg Bóel Steindórsdóttir er 42 ára fjögurra barna móðir. Hún er kennari að mennt, þó hún hafi aldrei unnið sem kennari og starfar sem blaðamaður á Reyðarfirði. Kristborg gaf út bókina 261 dagur á dögunum en hún ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég flutti með fjölskylduna og skildi. Fór í annað samband og skildi, og út frá því fór ég að skrifa. Það eru kannski tvö og hálft ár síðan,“ segir Kristborg. „Á deginum sem þessi ákvörðun var tekin, að ganga í gegnum sambandslit aftur þá fór ég einnig í fóstureyðingu. Svo þetta var mjög mikið drama. Það hefur verið mín leið í gegnum tíðina að skrifa mig í gegnum hlutina.“ Eftir þrjá til fjóra mánuði sá Kristborg að hún væri með eitthvað meira í höndunum en dagbók. Mögulega bók um skilnað sem hún lét verða að veruleika. Kristborg hefur verið gagnrýnd fyrir ákveðna hluti sem koma fram í bókinni.Kristborg með börnunum.„Ég hef sagt bæði í bókinni og í viðtölum að samfélagið standi með þér þegar þú missir maka en ekki þegar þú skilur. Það er bara svolítið satt. Þegar þú missir maka í gröfina þá stendur samfélagið með þér. Þá fer fram formleg kveðjuathöfn, þú ert með fólkið þitt áfram og þú ert studdur inn í þetta sorgarferli. Þú hefur tengdafjölskylduna áfram, börnin þín hjá þér og situr í óskiptu búi. Ég er bara að tala út frá persónunni sjálfri og ætla ekki að fara út í það hvað það er hræðilegt fyrir börn að missa hitt foreldrið sitt.“ Kristborg segir að það kannist margir við að missa helming vinahópsins þegar skilnaðurinn banki upp á. Kristborg hefur verið gangrýnd fyrir að bera saman skilnað og fráfall maka. „Þetta hefur verið gagnrýnt og ég hef fullan skilning á því. Það er auðvitað ekkert hægt að keppa í sorg. Sorgarferlið er eins mismunandi hjá fólki eins og það er margt. Það liggur íslensk rannsókn að baki hjá henni Guðnýju Hallgrímsdóttur um þetta mál einmitt. Þetta er nákvæmlega sama sorgarferli sem fer í gang við erfiðan skilnað og dauðsfall. Það er ekki ætlun mín að særa neinn með þessari umræðu.“Hér að neðan má sjá viðtali við Kristborgu í heild sinni. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira
Kristborg Bóel Steindórsdóttir er 42 ára fjögurra barna móðir. Hún er kennari að mennt, þó hún hafi aldrei unnið sem kennari og starfar sem blaðamaður á Reyðarfirði. Kristborg gaf út bókina 261 dagur á dögunum en hún ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég flutti með fjölskylduna og skildi. Fór í annað samband og skildi, og út frá því fór ég að skrifa. Það eru kannski tvö og hálft ár síðan,“ segir Kristborg. „Á deginum sem þessi ákvörðun var tekin, að ganga í gegnum sambandslit aftur þá fór ég einnig í fóstureyðingu. Svo þetta var mjög mikið drama. Það hefur verið mín leið í gegnum tíðina að skrifa mig í gegnum hlutina.“ Eftir þrjá til fjóra mánuði sá Kristborg að hún væri með eitthvað meira í höndunum en dagbók. Mögulega bók um skilnað sem hún lét verða að veruleika. Kristborg hefur verið gagnrýnd fyrir ákveðna hluti sem koma fram í bókinni.Kristborg með börnunum.„Ég hef sagt bæði í bókinni og í viðtölum að samfélagið standi með þér þegar þú missir maka en ekki þegar þú skilur. Það er bara svolítið satt. Þegar þú missir maka í gröfina þá stendur samfélagið með þér. Þá fer fram formleg kveðjuathöfn, þú ert með fólkið þitt áfram og þú ert studdur inn í þetta sorgarferli. Þú hefur tengdafjölskylduna áfram, börnin þín hjá þér og situr í óskiptu búi. Ég er bara að tala út frá persónunni sjálfri og ætla ekki að fara út í það hvað það er hræðilegt fyrir börn að missa hitt foreldrið sitt.“ Kristborg segir að það kannist margir við að missa helming vinahópsins þegar skilnaðurinn banki upp á. Kristborg hefur verið gangrýnd fyrir að bera saman skilnað og fráfall maka. „Þetta hefur verið gagnrýnt og ég hef fullan skilning á því. Það er auðvitað ekkert hægt að keppa í sorg. Sorgarferlið er eins mismunandi hjá fólki eins og það er margt. Það liggur íslensk rannsókn að baki hjá henni Guðnýju Hallgrímsdóttur um þetta mál einmitt. Þetta er nákvæmlega sama sorgarferli sem fer í gang við erfiðan skilnað og dauðsfall. Það er ekki ætlun mín að særa neinn með þessari umræðu.“Hér að neðan má sjá viðtali við Kristborgu í heild sinni.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Sjá meira