Handbolti

Þjálfari ÍBV: Enginn ásetningur hjá Andra Heimi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar í viðtali og slasaður Gísli fyrir aftan hann.
Arnar í viðtali og slasaður Gísli fyrir aftan hann.
Þjálfari ÍBV, Arnar Pétursson, sá brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni ekki alveg sömu augum og FH-ingar.

Gísli fór meiddur af velli eftir brotið enda fékk hann þungt höfuðhögg og meiddist þess utan illa á öxlinni. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, sagði að þetta hefði verið rautt spjald og FH-ingar sögðu í yfirlýsingu að þetta hefði verið gróf líkamsárás.

„Þetta er bara 50/50 barátta um boltann. Þetta er slys sem gerist. Það er enginn ásetningur í einu né neinu. Andri er bara að berjast um boltann. Ég hélt reyndar að hann yrði á undan í boltann,“ sagði Arnar.

Sjá má viðtal við þjálfara ÍBV hér að neðan.


Tengdar fréttir

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra.

Gísli fékk símtal frá pabba í hálfleik

Það vakti athygli í leik ÍBV og FH í gær að Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs, leikmanns FH, skildi hringja í son sinn í hálfleiknum. Skal svo sem engan undra að faðirinn hafi viljað heyra í syninum eftir það sem hafði gengið á.

Halldór Jóhann: Þetta er alltaf rautt spjald

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var heitur í hálfleik í gær í leik ÍBV og FH enda hafði hans besti maður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, meiðst illa í fyrri hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×