Eins og allir í bekknum væru að reyna að segja að hún væri ekki kúl Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2018 13:30 Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Stefán „Fermingaraldurinn er spennandi tími, tími tækifæra. Þó getur enginn ætlast til að þið vitið nú þegar hvað þið viljið gera, eða hvað þið viljið verða. En þið eruð að safna í eins konar verkfærakistu til framtíðar, safna tækjum sem hjálpa ykkur að mæta því sem lífið kann að kasta í fangið á ykkur í framtíðinni.“ Svona hófst ávarp forsetafrúar Elizu Reid við fermingarathöfn Siðmenntar 23. apríl. Ræða Elizu vakti mikla athygli og snerti við mörgum. „Þið eruð ekki ein að þessu. Við skulum gefa okkur að verkfærakistan sé það stór að í hana sé hægt að troða fólki; að í hana sé hægt að setja manneskjur einstaklinga sem búa í sameiningu til stuðningsnetið ykkar. Ég veit að við erum farin að rugla öllu saman hér – verkfærakistu, neti og fólki – en hér er það sem ég á við: Allt í kringum ykkur má finna fólk sem vill hjálpa ykkur og styrkja.“ Eliza segir að vinir manns séu gríðarlega mikilvægir og ekki aðeins rafrænir vinir heldur raunverulegt fólk. „Krakkar sem þið þekkið, krakkar með kosti og galla, alveg eins og þið, en krakkar sem þið þekkið og treystið. Þið þurfið að rækta sambandið við þessa sönnu vini; þeir vilja styðja ykkur og hvetja, vera vinir í raun. Og svo nefni ég líka góðar fyrirmyndir. Það getur verið kennari eða þjálfari sem þið þekkið, eða einhver þjóðþekkt manneskja, leikari eða söngkona eða eitthvað slíkt, einhver sem sýnir gott fordæmi, einhver sem lætur gott af sér leiða.“Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid á góðri stundu.vísir/ernirEliza segir að það sem skipti mestu máli sé verkfærakista lífsins. „Þið getið notið leiðsagnar annarra, lært af öðrum. Ættingjar og vinir geta og vilja hjálpa ykkur en þið þurfið líka að treysta ykkur sjálfum, finna sjálf hvaða tæki eða verkfæri þið þurfið að grípa til út af þessum vanda, hvaða verkfæri ykkur vantar til að glíma við einhvern annan vanda.“ Hún rifjar upp tímann þegar hún flutti á nýjan stað með fjölskyldu sinni og byrjaði í nýjum skóla. „Í þeim gamla átti ég marga vini, mér hafði gengið vel að læra og var í alls konar félagsstarfi. Ég veit ekki hvers vegna, en einhvern veginn aðlagaðist ég illa í þessum nýja skóla, small ekki saman við krakkana sem voru þar fyrir. Ég hlustaði ekki á réttu tónlistina, var ekki í réttri tegund af reiðhjólastuttbuxum (sem voru í tísku þá), og einhvern veginn tókst mér ekki að krulla hárið eins og hinar stelpurnar. Ég var í stuttu máli ekki „kúl“ og mér fannst eins og nánast allir í bekknum væru að reyna að segja mér það.“ Eliza segist hafa orðið hrædd og skammast sín of mikið til að láta foreldra sína vita.Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni.Vísir/Atli„Þannig að ég reyndi bara að telja dagana (sem voru nokkur hundruð!) þangað til ég kæmist í menntaskóla. Ég man svo vel að í nýja skólanum þorði ég ekki einu sinni að flytja ræður fyrir framan bekkinn, eins og krakkar þurfa að gera í Kanada – ég sem hafði gert það svo glimrandi vel í gamla skólanum mínum, keppti meira að segja fyrir bekkinn minn. Ég var svo hrædd við að flytja þessa blessuðu ræðu að ég þorði ekki skólann og varð á endanum að segja mömmu og pabba frá þessu öllu saman. Þá töluðu þau strax við kennarann (sem gaf í skyn, eins og mamma hafði búist við, að krakkarnir, sem voru að stríða mér, væru bara að reyna að ná athygli og fá útrás með því að níðast á öðrum). Kennarinn leyfði mér að flytja ræðuna fyrir hana eina og ég lærði af þessari reynslu: Það er gott að eiga góða að, maður á að tala um vandamálin, fólk á að sýna tillitssemi. Þessi tæki fóru í verkfærakistuna mína góðu.“ Með tímanum náði Eliza að vera sátt við það að vera eins og hún er. „Þetta sjálfstraust hefur hjálpað mér verulega eftir að ég og maðurinn minn stigum inn á nýjan vettvang og erum núna reglulega í sviðsljósinu. Og þetta er heilræði sem mig langar að gefa ykkur í dag: Ræktið stuðningsnet ykkar. Styðjið hvert annað. Reynið líka að bæta alltaf í verkfærakistuna – hún stækkar bara sjálfkrafa. Og munið að þið eruð fær. Þið getið svo margt. Þið eruð „með’etta“.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Fermingaraldurinn er spennandi tími, tími tækifæra. Þó getur enginn ætlast til að þið vitið nú þegar hvað þið viljið gera, eða hvað þið viljið verða. En þið eruð að safna í eins konar verkfærakistu til framtíðar, safna tækjum sem hjálpa ykkur að mæta því sem lífið kann að kasta í fangið á ykkur í framtíðinni.“ Svona hófst ávarp forsetafrúar Elizu Reid við fermingarathöfn Siðmenntar 23. apríl. Ræða Elizu vakti mikla athygli og snerti við mörgum. „Þið eruð ekki ein að þessu. Við skulum gefa okkur að verkfærakistan sé það stór að í hana sé hægt að troða fólki; að í hana sé hægt að setja manneskjur einstaklinga sem búa í sameiningu til stuðningsnetið ykkar. Ég veit að við erum farin að rugla öllu saman hér – verkfærakistu, neti og fólki – en hér er það sem ég á við: Allt í kringum ykkur má finna fólk sem vill hjálpa ykkur og styrkja.“ Eliza segir að vinir manns séu gríðarlega mikilvægir og ekki aðeins rafrænir vinir heldur raunverulegt fólk. „Krakkar sem þið þekkið, krakkar með kosti og galla, alveg eins og þið, en krakkar sem þið þekkið og treystið. Þið þurfið að rækta sambandið við þessa sönnu vini; þeir vilja styðja ykkur og hvetja, vera vinir í raun. Og svo nefni ég líka góðar fyrirmyndir. Það getur verið kennari eða þjálfari sem þið þekkið, eða einhver þjóðþekkt manneskja, leikari eða söngkona eða eitthvað slíkt, einhver sem sýnir gott fordæmi, einhver sem lætur gott af sér leiða.“Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid á góðri stundu.vísir/ernirEliza segir að það sem skipti mestu máli sé verkfærakista lífsins. „Þið getið notið leiðsagnar annarra, lært af öðrum. Ættingjar og vinir geta og vilja hjálpa ykkur en þið þurfið líka að treysta ykkur sjálfum, finna sjálf hvaða tæki eða verkfæri þið þurfið að grípa til út af þessum vanda, hvaða verkfæri ykkur vantar til að glíma við einhvern annan vanda.“ Hún rifjar upp tímann þegar hún flutti á nýjan stað með fjölskyldu sinni og byrjaði í nýjum skóla. „Í þeim gamla átti ég marga vini, mér hafði gengið vel að læra og var í alls konar félagsstarfi. Ég veit ekki hvers vegna, en einhvern veginn aðlagaðist ég illa í þessum nýja skóla, small ekki saman við krakkana sem voru þar fyrir. Ég hlustaði ekki á réttu tónlistina, var ekki í réttri tegund af reiðhjólastuttbuxum (sem voru í tísku þá), og einhvern veginn tókst mér ekki að krulla hárið eins og hinar stelpurnar. Ég var í stuttu máli ekki „kúl“ og mér fannst eins og nánast allir í bekknum væru að reyna að segja mér það.“ Eliza segist hafa orðið hrædd og skammast sín of mikið til að láta foreldra sína vita.Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni.Vísir/Atli„Þannig að ég reyndi bara að telja dagana (sem voru nokkur hundruð!) þangað til ég kæmist í menntaskóla. Ég man svo vel að í nýja skólanum þorði ég ekki einu sinni að flytja ræður fyrir framan bekkinn, eins og krakkar þurfa að gera í Kanada – ég sem hafði gert það svo glimrandi vel í gamla skólanum mínum, keppti meira að segja fyrir bekkinn minn. Ég var svo hrædd við að flytja þessa blessuðu ræðu að ég þorði ekki skólann og varð á endanum að segja mömmu og pabba frá þessu öllu saman. Þá töluðu þau strax við kennarann (sem gaf í skyn, eins og mamma hafði búist við, að krakkarnir, sem voru að stríða mér, væru bara að reyna að ná athygli og fá útrás með því að níðast á öðrum). Kennarinn leyfði mér að flytja ræðuna fyrir hana eina og ég lærði af þessari reynslu: Það er gott að eiga góða að, maður á að tala um vandamálin, fólk á að sýna tillitssemi. Þessi tæki fóru í verkfærakistuna mína góðu.“ Með tímanum náði Eliza að vera sátt við það að vera eins og hún er. „Þetta sjálfstraust hefur hjálpað mér verulega eftir að ég og maðurinn minn stigum inn á nýjan vettvang og erum núna reglulega í sviðsljósinu. Og þetta er heilræði sem mig langar að gefa ykkur í dag: Ræktið stuðningsnet ykkar. Styðjið hvert annað. Reynið líka að bæta alltaf í verkfærakistuna – hún stækkar bara sjálfkrafa. Og munið að þið eruð fær. Þið getið svo margt. Þið eruð „með’etta“.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira