Yfirgripsmikill kynningartúr um Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2018 16:30 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í Söngvakeppni sjónvarpsins. RÚV „Undirbúningur vegna Eurovision í Lissabon gengur vel og við sem skipum íslenska hópinn erum ákaflega stolt af þeim góðu viðbrögðum sem Ari Ólafsson og lagið Our Choice eru að fá út um allan heim,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, sem heldur út til Portúgal í maí. Felix heldur utan um hópinn í aðdragandanum og í keppninni sjálfri. Felix segir frá þessu í stöðufærslu á Facebook. „Ari er á mikilli kynningarferð um Evrópu og hittir þar aðra listamenn í Eurovision. Þessar ferðir eru að langmestu leyti boðsferðir á vegum tónleikahaldara erlendis. Við höfum ekki alltaf farið þennan rúnt og aldrei hefur hann verið eins yfirgripsmikill og núna. Ari er að vekja gríðarmikla athygli og samfélagsmiðlar hreinlega loga í kringum hann. Það er gaman að fylgjast með honum á twitter, instagram og facebook.“ Felix segist hafa mikla trú á því að kynningarstarfið eigi eftir að skila sér þegar kemur að keppninni í Lissabon. Ari stígur annar á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí í Lissabon. Þá tekur hann lagið Our Choice. Boðberar friðar „Boðskapur lagsins er mikilvægur og það er okkur hjartans mál að koma honum líka vel og kyrfilega á framfæri. Við erum boðberar friðar og umburðarlyndis og ekki veitir af í völtum heimi. Þórunn Clausen, höfundur lagsins, fer með Ara í ferðina og notar tækifærið og tengir sig við aðra lagahöfunda, listamenn og blaðamenn, sem margir hverjir muna eftir henni frá því í Dusseldorf árið 2011. Eurovision aðdáendur elskuðu Vini Sjonna og Coming Home. Löndin sem verða heimsótt í þessum kynningarrúnti eru Bretland (London í síðustu viku), Ísrael (Tel Aviv stórtónleikar í kvöld), Holland (Amsterdam stórtónleikar 14. apríl) og Spánn (Madríd, stórtónleikar 21. apríl). Að auki mun Ari koma við í Lissabon þar sem tökur á „póstkortinu“ fara fram 12. og 13. apríl.“ Þar standi til að fara með Ara hátt upp í loft. „En við megum ekki segja meira um það og bíðum spennt að sjá útkomuna þann 8. maí. Atriðið sjálft verður mjög í anda þess sem var í Laugardalshöll í úrslitum Söngvakeppninnar. Hljómsveitin verður með á sviðinu og syngur bakraddir. Þetta eru þau Arna Rún Ómarsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Gunnar Leó Pálsson og Þórunn Erna Clausen. Einn aðili þurfti að stíga frá borði. Það er Einar Þór Jóhannsson gítarleikari en í hans stað kemur enginn annar en Vignir Snær Vigfússon úr Írafár.“ Hann segir að fókusinn verði áfram á hinum unga og glæsilega söngvara. „Hann sækir mikinn styrk í hljómsveitina á sviðinu og við höfum skoðað fjölmörg atriði af sama tagi þar sem hljómsveit er með söngvara á sviði og styrkir heildarmyndina. Við erum sannfærð um að það verði sterk og glæsileg mynd og stöndum fullkomlega með þeirri ákvörðun að hafa hljómsveitina áfram með. Meira vill ég ekki segja um atriðið okkar en hlakka til að heyra viðbrögðin þegar Ari Ólafsson og hljómsveitin stíga á svið þann 8. maí í Altice Arena í Lissabon.“ Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Undirbúningur vegna Eurovision í Lissabon gengur vel og við sem skipum íslenska hópinn erum ákaflega stolt af þeim góðu viðbrögðum sem Ari Ólafsson og lagið Our Choice eru að fá út um allan heim,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, sem heldur út til Portúgal í maí. Felix heldur utan um hópinn í aðdragandanum og í keppninni sjálfri. Felix segir frá þessu í stöðufærslu á Facebook. „Ari er á mikilli kynningarferð um Evrópu og hittir þar aðra listamenn í Eurovision. Þessar ferðir eru að langmestu leyti boðsferðir á vegum tónleikahaldara erlendis. Við höfum ekki alltaf farið þennan rúnt og aldrei hefur hann verið eins yfirgripsmikill og núna. Ari er að vekja gríðarmikla athygli og samfélagsmiðlar hreinlega loga í kringum hann. Það er gaman að fylgjast með honum á twitter, instagram og facebook.“ Felix segist hafa mikla trú á því að kynningarstarfið eigi eftir að skila sér þegar kemur að keppninni í Lissabon. Ari stígur annar á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 8. maí í Lissabon. Þá tekur hann lagið Our Choice. Boðberar friðar „Boðskapur lagsins er mikilvægur og það er okkur hjartans mál að koma honum líka vel og kyrfilega á framfæri. Við erum boðberar friðar og umburðarlyndis og ekki veitir af í völtum heimi. Þórunn Clausen, höfundur lagsins, fer með Ara í ferðina og notar tækifærið og tengir sig við aðra lagahöfunda, listamenn og blaðamenn, sem margir hverjir muna eftir henni frá því í Dusseldorf árið 2011. Eurovision aðdáendur elskuðu Vini Sjonna og Coming Home. Löndin sem verða heimsótt í þessum kynningarrúnti eru Bretland (London í síðustu viku), Ísrael (Tel Aviv stórtónleikar í kvöld), Holland (Amsterdam stórtónleikar 14. apríl) og Spánn (Madríd, stórtónleikar 21. apríl). Að auki mun Ari koma við í Lissabon þar sem tökur á „póstkortinu“ fara fram 12. og 13. apríl.“ Þar standi til að fara með Ara hátt upp í loft. „En við megum ekki segja meira um það og bíðum spennt að sjá útkomuna þann 8. maí. Atriðið sjálft verður mjög í anda þess sem var í Laugardalshöll í úrslitum Söngvakeppninnar. Hljómsveitin verður með á sviðinu og syngur bakraddir. Þetta eru þau Arna Rún Ómarsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Gunnar Leó Pálsson og Þórunn Erna Clausen. Einn aðili þurfti að stíga frá borði. Það er Einar Þór Jóhannsson gítarleikari en í hans stað kemur enginn annar en Vignir Snær Vigfússon úr Írafár.“ Hann segir að fókusinn verði áfram á hinum unga og glæsilega söngvara. „Hann sækir mikinn styrk í hljómsveitina á sviðinu og við höfum skoðað fjölmörg atriði af sama tagi þar sem hljómsveit er með söngvara á sviði og styrkir heildarmyndina. Við erum sannfærð um að það verði sterk og glæsileg mynd og stöndum fullkomlega með þeirri ákvörðun að hafa hljómsveitina áfram með. Meira vill ég ekki segja um atriðið okkar en hlakka til að heyra viðbrögðin þegar Ari Ólafsson og hljómsveitin stíga á svið þann 8. maí í Altice Arena í Lissabon.“
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira