Eygir von um doktorsnám með nýjum reglum LÍN: „Ég er heppinn að vera á Íslandi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 21:00 Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira