Eygir von um doktorsnám með nýjum reglum LÍN: „Ég er heppinn að vera á Íslandi“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 21:00 Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Íraskur verkfræðingur sem hefur dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum eygir nú von um að hefja doktorsnám hérlendis. Hann þurfti að hætta við slíkt nám í fyrra vegna fjárskorts en nýjar úthlutunarreglur LÍN gera honum kleift að fá námslán. Hann kveðst spenntur að skapa sér framtíð hér á landi. Mohammed Salam al Taie kom hingað frá Kína þar sem stundaði meistaranám í fjarskiptaverkfræði og byrjaði doktorsnám í faginu. Hann lauk þó ekki doktorsnáminu, enda óttaðist hann að verða sendur aftur til Íraks að námi loknu - en þar telur hann sig ekki öruggan, enda landið verið undirlagt stríðsátökum nánast frá því hann fæddist. „Ég ákvað að fara til Íslands. Ísland er eyja langt frá þessu stríði. Landið tengist ekki Evrópu og ekki Bandaríkjunum. Það er mitt á milli. Þetta er land þar sem er enginn her og ekkert stríð,“ segir Mohammed. Átti engan kost á fjármögnun Við komuna hingað til lands vildi Mohammed gjarnan ljúka doktorsnáminu og fann verkefni sem hentaði vel. „Ég fann leiðbeinanda og hann samþykkti að ég kæmi í hópinn hans, en mig vantaði fjárhagslegan stuðning,“ segir Mohammed. Reglur LÍN öftruðu því að hann gæti fengið námslán, hvorki bankar né opinberar stofnanir gátu fjármagnað námið og missti hann því af verkefninu. Hann fékk hins vegar vinnu sem hentaði vel hjá gagnaveri á Suðurnesjum og hóf að vinna sjálfboðastörf fyrir Rauða krossinn þar sem hann aðstoðaði flóttafólk. „Ég þekki þetta, ég veit hverjir erfiðleikarnir eru og það allt svo ég ákvað að ganga til liðs við Rauða krossinn og vinna með hælisleitendum.“Þakklátur fyrir lífið hér á landi Með nýjum úthlutunarreglum LÍN sem staðfestar voru í lok mars er fólki í hans stöðu hins vegar gert kleift að taka lán, og ætlar hann því að fara á fullt í að finna sér nýtt verkefni. Þrátt fyrir lánavandræðin og þann litla munað sem hann býr við í herbergi í sameignarkjallara fjölbýlishúss segir hann lífið í heildina litið nokkuð gott. „Sumir halda að þegar þeir koma til einhvers þá verði allt bara tilbúið. Nei, svona er lífið. Þetta er venjulegt líf, það getur verið gott eða ekki gott. Þannig er það fyrir mig og líka fyrir Íslendinga. Svo lífið er eðlilegt. Þetta er eðlilegt íslenskt líf, ekki eins og í heimalandi mínu. Þar er það ekki eðlilegt. Ég er heppinn að vera hérna á Íslandi,“ segir Mohammed að lokum. Ítarlegt viðtal við Mohammed má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira