Innlent

Komu að jeppa í björtu báli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldurinn kom upp í jeppa sem stóð inni í geymsluhúsnæði Rarik á Blönduósi.
Eldurinn kom upp í jeppa sem stóð inni í geymsluhúsnæði Rarik á Blönduósi. Vísir/Pjetur
Betur fór en á horfðist þegar slökkviliðinu á Blönduósi barst tilkynning frá eldvarnakerfi í geymsluhúsnæði Rarik í bænum um klukkan hálf fimm í nótt.

Þegar liðsmenn komu á vettvang logaði þar eldur og var húsið fullt af reyk. Slökkviliðsmenn sáu hins vegar ekki hvar eldurinn logaði.

Reykkafarar voru þá sendir inn og kom í ljós að eldurinn var enn staðbundinn í stórum jeppa, sem stóð í björtu báli. Eldtungur höfðu ekki náð að læsa sig í innviði hússins eða önnur verðmæti þar inni.

Eldurinn var slökktur á skammri stundu að sögn Jóns Jóhannssonar slökkviliðsstjóra, sem telur að jeppinn sé gjörónýtur og mikið hreinsunarstarf liggi nú fyrir þar sem sót lagðist yfir allt. Eldsupptök í jeppanum eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×