Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2017 20:30 Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15