Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2017 20:30 Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15