Viðskipti innlent

Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna

Birgir Olgeirsson skrifar
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars. vísir/vilhelm

Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna að á vef Fréttablaðsins sem hefur kröfulýsingarskrá búsins undir höndum. Viðskiptablaðið hefur einnig skrána undir höndum en á þar segir að 5.964 einstaklingar og lögaðilar hafi lýst kröfu í þrotabúið en stærsti kröfuhafinn er CIT Aerospace International sem gerði 52,8 milljarða króna kröfu í búið.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi að fyrrverandi starfsmenn WOW air hefðu gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarða króna en kröfulýsingarfrestur rann út á miðnætti 3. ágúst síðastliðinn.

Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfsmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda.

Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.