Viðskipti innlent

Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna

Birgir Olgeirsson skrifar
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
WOW air varð gjaldþrota í lok mars. vísir/vilhelm
Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna að á vef Fréttablaðsins sem hefur kröfulýsingarskrá búsins undir höndum. Viðskiptablaðið hefur einnig skrána undir höndum en á þar segir að 5.964 einstaklingar og lögaðilar hafi lýst kröfu í þrotabúið en stærsti kröfuhafinn er CIT Aerospace International sem gerði 52,8 milljarða króna kröfu í búið.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi að fyrrverandi starfsmenn WOW air hefðu gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á fjórða milljarða króna en kröfulýsingarfrestur rann út á miðnætti 3. ágúst síðastliðinn.Þúsundir krafna voru gerðar í þrotabúið en þeirra á meðal eru forgangskröfur frá næstum 900 starfsmönnum WOW air, sem telja sig eiga inni ógreidd laun og uppsagnarfrest, auk ógreidds orlofs og lífeyrissjóðsiðgjalda.Fréttastofa setti sig í samband við fjögur stærstu stéttarfélög starfsmanna WOW sem öll gerðu kröfur í búið fyrir hönd sinna félagsmanna. Flugfreyjufélag Íslands gerði flestar launakröfur en íslenska flugmannafélagið gerði hæstu kröfur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,87
4
45.342
REITIR
0,18
10
23.538
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,6
35
7.698
HEIMA
-5,19
1
146
SYN
-2,67
11
112.164
MAREL
-2,12
5
29.157
ARION
-1,96
5
48.781
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.