Viðskipti innlent

Steinar Waage opnar á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Steinars Waage í Kringlunni.
Verslun Steinars Waage í Kringlunni.

Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi.

Í tilkynningu segir að Steinar Waage hafi hafið rekstur upphaflega árið 1957 og hafi skóverslunin verið rótgróið vörumerki á höfuðborgarsvæðinu í áratugi.

„Í dag eru verslanir Steinar Waage þrjár talsins, í Kringlunni, Smáralind og frá og með deginum í dag á Glerártorgi á Akureyri. Steinar Waage selur m.a. skó frá vörumerkjunum Ecco, Skechers, Lloyd, Tamaris, Piano, Gabor, Birkenstock, Rieker og fleirum,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Pétri Þór Halldórssyni, forstjóra S4S, að hann sé mjög spenntur fyrir opnun verslananna á Glerártorgi. „Steinar Waage er rótgróið vörumerki á höfuðborgarsvæðinu, enda meðal elstu og þekktustu skóverslunum landsins og Ellingsen og Air munu halda áfram að veita framúrskarandi úrval af útivistar- og íþróttafatnaði“, segir Pétur Þór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×