Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2025 16:46 Framkvæmdastjórinn var dæmdur en fjármálastjórinn slapp. Þeir sökuðu hvor annan um að bera ábyrgð án þess þó að hrópa „spegill, spegill“. Getty Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan október. Brotin sem mennirnir voru ákærðir fyrir voru annars vegar að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti árin 2020 og 2021, samtals um 45 milljónir króna, og hins vegar að hafa ekki staðið skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda sömu ár, um 52 milljónir króna. Megna ehf., sem starfaði m.a. við framleiðslu, innflutning og sölu á hurðum og gluggum, var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar 2022 og afskráð síðar sama ár. Skiptastjóri þrotabúsins sendi í framhaldinu ábendingu til héraðssaksóknara um meint refsiverð brot í rekstrinum. Báðir neituðu sök Í skýrslutökum hjá Skattrannsóknarstjóra og fyrir dómi lýstu framkvæmdastjóri og fjármálastjóri verkaskiptingunni sitt á hvað. Fjármálastjórinn kvaðst hafa séð um bókhald, laun, greiðsluáætlanir og samskipti við skattyfirvöld en allar stærri ákvarðanir um greiðslur, þar á meðal skatta og laun, hefðu verið teknar af framkvæmdastjóranum. Hann sagðist hafa gert athugasemdir við að sköttum væri frestað en orðið að hlíta fyrirmælum yfirmanns síns. Framkvæmdastjórinn lýsti þessu öfugt. Hann bar því við að fjármálastjórinn hefði alfarið farið með fjármálin, þar á meðal forgangsröðun greiðslna og samninga við Skattinn. Sjálfur hefði hann fyrst og fremst séð um sölu og rekstur og ekki haft yfirsýn yfir sjóðstreymi frá degi til dags. Hann hefði verið ráðinn vegna sérþekkingar sinnar. Stjórnarmenn og aðrir starfsmenn báru hins vegar um að báðir hefðu komið að fjármálastjórn, þótt fjármálastjórinn sæi meira um tæknilegu framkvæmdina. Kom fram að stjórn félagsins hefði verið upplýst um að félagið nýtti sér Covid-úrræði stjórnvalda til að fresta staðgreiðslu og síðar um að veruleg skattskuld hefði safnast upp. Hluti af söluandvirði þegar hluti rekstrarins var seldur til annars fyrirtækis hefði farið í að greiða niður skatta, en þó ekki nægilega til að losa félagið úr vanda. Framkvæmdastjórinn bar ábyrgð Dómurinn leit til þess að samkvæmt lögum um einkahlutafélög hvílir rík skylda á framkvæmdastjóra að sjá til þess að bókhald sé í lagi og skattskil í samræmi við lög. Dómurinn taldi að framkvæmdastjórinn hefði að minnsta kosti sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með því að tryggja ekki að innheimtum virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu væri skilað til ríkissjóðs. Um fjármálastjórann komst dómurinn að annarri niðurstöðu. Hann hefði augljóslega komið að daglegum rekstri og skattskilum en ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna nægilega skýrt fram á að hann hafi sjálfur ráðið því hvaða skuldir voru greiddar og hvaða greiðslum frestað. Heldur ekki að hann hafi tekið sjálfstæðar ákvarðanir um að halda eftir vörslusköttum. Dómurinn bendir meðal annars á að við rannsókn málsins hafi ekki verið aflað allra tiltækra gagna, svo sem fundargerða stjórnar og tölvupóstsamskipta um greiðslur og forgangsröðun. Þar hefði mátt finna veigamiklar upplýsingar sem gætu skýrt betur hlutdeild fjármálastjórans. Varð ákæruvaldið að bera hallann af því að hafa ekki aflað gagnanna og var fjármálastjórinn sýknaður. Framkvæmdastjórinn fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess að þurfa að greiða 156 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan október. Brotin sem mennirnir voru ákærðir fyrir voru annars vegar að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti árin 2020 og 2021, samtals um 45 milljónir króna, og hins vegar að hafa ekki staðið skil á afdreginni staðgreiðslu opinberra gjalda sömu ár, um 52 milljónir króna. Megna ehf., sem starfaði m.a. við framleiðslu, innflutning og sölu á hurðum og gluggum, var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar 2022 og afskráð síðar sama ár. Skiptastjóri þrotabúsins sendi í framhaldinu ábendingu til héraðssaksóknara um meint refsiverð brot í rekstrinum. Báðir neituðu sök Í skýrslutökum hjá Skattrannsóknarstjóra og fyrir dómi lýstu framkvæmdastjóri og fjármálastjóri verkaskiptingunni sitt á hvað. Fjármálastjórinn kvaðst hafa séð um bókhald, laun, greiðsluáætlanir og samskipti við skattyfirvöld en allar stærri ákvarðanir um greiðslur, þar á meðal skatta og laun, hefðu verið teknar af framkvæmdastjóranum. Hann sagðist hafa gert athugasemdir við að sköttum væri frestað en orðið að hlíta fyrirmælum yfirmanns síns. Framkvæmdastjórinn lýsti þessu öfugt. Hann bar því við að fjármálastjórinn hefði alfarið farið með fjármálin, þar á meðal forgangsröðun greiðslna og samninga við Skattinn. Sjálfur hefði hann fyrst og fremst séð um sölu og rekstur og ekki haft yfirsýn yfir sjóðstreymi frá degi til dags. Hann hefði verið ráðinn vegna sérþekkingar sinnar. Stjórnarmenn og aðrir starfsmenn báru hins vegar um að báðir hefðu komið að fjármálastjórn, þótt fjármálastjórinn sæi meira um tæknilegu framkvæmdina. Kom fram að stjórn félagsins hefði verið upplýst um að félagið nýtti sér Covid-úrræði stjórnvalda til að fresta staðgreiðslu og síðar um að veruleg skattskuld hefði safnast upp. Hluti af söluandvirði þegar hluti rekstrarins var seldur til annars fyrirtækis hefði farið í að greiða niður skatta, en þó ekki nægilega til að losa félagið úr vanda. Framkvæmdastjórinn bar ábyrgð Dómurinn leit til þess að samkvæmt lögum um einkahlutafélög hvílir rík skylda á framkvæmdastjóra að sjá til þess að bókhald sé í lagi og skattskil í samræmi við lög. Dómurinn taldi að framkvæmdastjórinn hefði að minnsta kosti sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með því að tryggja ekki að innheimtum virðisaukaskatti og afdreginni staðgreiðslu væri skilað til ríkissjóðs. Um fjármálastjórann komst dómurinn að annarri niðurstöðu. Hann hefði augljóslega komið að daglegum rekstri og skattskilum en ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna nægilega skýrt fram á að hann hafi sjálfur ráðið því hvaða skuldir voru greiddar og hvaða greiðslum frestað. Heldur ekki að hann hafi tekið sjálfstæðar ákvarðanir um að halda eftir vörslusköttum. Dómurinn bendir meðal annars á að við rannsókn málsins hafi ekki verið aflað allra tiltækra gagna, svo sem fundargerða stjórnar og tölvupóstsamskipta um greiðslur og forgangsröðun. Þar hefði mátt finna veigamiklar upplýsingar sem gætu skýrt betur hlutdeild fjármálastjórans. Varð ákæruvaldið að bera hallann af því að hafa ekki aflað gagnanna og var fjármálastjórinn sýknaður. Framkvæmdastjórinn fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess að þurfa að greiða 156 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira