Konur í fótbolta eru annars flokks íþróttaiðkendur Margrét Ástvaldsdóttir skrifar 18. apríl 2018 15:26 Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar