Konur í fótbolta eru annars flokks íþróttaiðkendur Margrét Ástvaldsdóttir skrifar 18. apríl 2018 15:26 Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun