Greina frá ástæðu þess hvers vegna enginn vildi kynna Dire Straits þegar hún var vígð í frægðarhöll rokksins Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 09:11 Alan Clark, Guy Fletcher John Illsley úr Dire Straits þegar sveitin var vígð í Frægðarhöll rokksins. Vísir/Getty Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Breska hljómsveitin Dire Straits var tekin inn í frægðarhöll rokksins síðastliðinn laugardag en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Venjulega þegar hljómsveitir eru teknar inn í frægðarhöll rokksins er einhver nafntogaður sem kynnir þær og aðrir tónlistarmenn heiðra þær með flutningi á þeirra þekktustu lögum.Það var ekki raunin þegar Dire Straits var tekin inn í höllina á laugardag. Það var gert án kynnis og lék enginn tónlistarmaður Dire Straits-lag til heiðurs hljómsveitarinnar. Guy Fletcher, hljómborðsleikari Dire Straits, greinir frá ástæðunni að baki þessu en hann segir marga tónlistarmenn hafa verið beðna um að segja nokkur orð eða flytja lög en allir neituðu vegna þess að Mark Knopfler, gítarleikari og söngvari Dire Straits, neitaði að vera viðstaddur. Fletcher greinir frá þessu á vef sínum en hann segir að mögulega hafi þessir tónlistarmenn sem voru beðnir um að heiðra sveitina ekki vitað að þrír meðlima Dire Straits yrðu viðstaddir.Mark Knopfler er sagður ekki hafa nennt að vera viðstaddur vígslu sveitarinnar í Frægðarhöll rokksins.Vísir/GettyBillboard greinir frá því að bæði Keith Urban og Neil Young voru beðnir en neituðu. Fletcher segir að það hefði eflaust verið betra ef Mark Knopfler hefði gefið út yfirlýsingu þar sem hann útskýrir fjarveru sína.Vulture greindi frá því að Knopfler hefði tjáð bassaleikara Dire Straits, John Illsley, að hann nennti hreinlega ekki að vera viðstaddur athöfnina og gaf engar frekari skýringar á fjarveru sinni.Dire Straits á Live Aid tónleikunum á níunda áratug síðustu aldar.Vísir/GettyMark Knopfler stofnaði Dire Straits árið 1977 ásamt bróður sínum David Knopfler gítarleikara, John Illsley bassaleikara og Pick Withers trommuleikara. Bandið var afar vinsælt og seldi rúmlega hundrað milljónir platna um heim allan. Vinsælasta plata sveitarinnar er án efa Brothers in Arms sem kom út árið 1985 og seldist í þrjátíu milljónum eintaka. Þeir lögðu bandið niður árið 1988 en komu aftur saman árið 1991. Bandið var lagt niður aftur árið 1995 þegar Mark Knopfler ákvað að einbeita sér að eigin efni. Sveitin hefur farið í gegnum miklar mannabreytingar en Mark Knopfler og John Illsley eru þeir einu sem voru allan tímann í bandinu á meðan það starfaði.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein