Bjarney fór í brjóstnám hálfu ári eftir að móðir hennar lést úr bjóstakrabbameini Stefán Árni Pálsson skrifar 4. apríl 2018 15:30 Bjarney er 37 ára og leyfði kvikmyndagerðafólkinu að fylgjast með öllu ferlinu. „Ég hef aldrei haft brjóstin á mér eitthvað sérstaklega til sýnis og þau eru ekki partur af minni sjálfsmynd,“ segir Bjarney Bjarnadóttir í heimildarmyndinni Þegar vitlaust er gefið sem sýnd var á Stöð 2 á dögunum. Í myndinni ræða Páll Magnússon og Steinunn Ólína Þórðardóttir við íslenskar konur sem hafa greinst með BRCA stökkbreytinguna. Neðst í fréttinni má sjá myndina í heild sinni. Áhorendur fá að sjá áhrifin sem það hefur á líf þeirra og ákvarðanir sem þær standa frammi fyrir. Skyggnst er inn í vísindin að baki rannsóknunum en 10 prósent íslenskra kvenna fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. „Mér þykir ofboðslega vænt um brjóstin mín og á eftir að sakna þeirra. Það stórkostlegasta sem þau hafa gert fyrir mig er að ég var með barn á brjósti og það er kannski mesta eftirsjáin að geta ekki haft fleiri börn á brjósti. Að sama skapi er ekkert víst að það verði fleiri börn og ég gat ekki leyft því að hafa áhrif á mína ákvörðunartöku.“ Bjarney ætlar að láta fjarlægja brjóstin til að fyrirbyggja að hún fái brjóstakrabbamein. Fjörutíu konur deyja úr sjúkdómnum á hverju ári. Ein af hverjum tíu sem fær brjóstakrabbamein fær meinið vegna þess að þær fæðast með stökkbreytingu í BRCA 2 geninu.Bjarney kvaddi brjóstin með kaffiboði.„Þegar ég er tíu ára þá dó amma mín úr brjóstakrabbameini og ég spáði kannski ekki svo mikið í því. Svo þegar mamma greinist í febrúar á þessu ári fæ ég vitneskju um það að brjóstakrabbameni sé mjög algengt í ættinni.“ Amma Bjarneyjar og tvær systur hennar dóu úr brjóstakrabbameini. Mamma Bjarneyjar greinist með brjóstakrabbamein, hún sjálf og tvö systkini hennar reyndust vera með stökkbreytingu í BRCA 2. „Mín ættarsaga er þannig að það er ekkert ósennilegt að ég fengi krabbamein og gæti það verið byrjað að grassera nú þegar. Ég vil ekki þurfa naga mig í handarbökin fyrir að hafa getað komið í veg fyrir þetta en gerði það ekki.“ Vegna ættarsögunnar var móðir Bjarneyjar undir eftirliti. Síðan greindist hún með krabbamein og fór í framhaldinu í aðgerð. Það reyndist um seinan. Viku eftir andlát móður sinnar fékk Bjarney að vita að hún hefði erft stökkbreytinguna. Í myndinni Þegar vitlaust er gefið er fylgst með ferlinum sem Bjarney fer í gegnum í öllu ferlinu að brjóstnámi. „Þetta var í raun óhjákvæmilegt. Ég fór í eftirlit hjá kvensjúkdómalækninum þar sem kom í ljós töluvert vesen á öðrum eggjastokknum. Blæðingar og frumubreytingar og því varð að taka hann,“ segir Bjarney kvöldið áður en hún gekkst undir aðgerð til að láta fjarlægja annan eggjastokk sinn.Ættarsaga Bjarneyjar er skelfileg þegar kemur að krabbameini í brjóstum kvenna.„Hluti ef mér hlakkar bara til, ég veit að þetta hljómar fáránlega en þetta er í raun svolítið eins og að bíða eftir jólunum. Ég hef beðið svo lengi eftir þessu og núna er loksins komið að aðgerðinni,“ segir Bjarney síðan kvöldið fyrir brjóstnámsaðgerðina. Daginn sem hún gekkst undir aðgerðina var mjög merkilegur fyrir hana, því þá var akkúrat sex mánuðir síðan móðir hennar lést. „Það er frekar táknrænt að fara í þessa aðgerð á þessum degi.“ Aðgerðin fór vel og náði Bjarney að halda upp á 37 ára afmælisdaginn sinn uppi á sjúkrahúsi. Við skoðun eftir aðgerðina bendir ekkert annað til þessa en að aðgerðin hafi tekist mjög vel. 18 mánuðum síðar segir Bjarney þetta: „Nú er vinkona mín að berjast við brjóstakrabbamein og það kom í ljós að hún var með þetta BRCA gen. Núna er erfið barátta framundan hjá henni og þetta staðfesti svolítið fyrir mér að ég tók rétta ákvörðun að fara í aðgerðina. Vinkona mín hefði viljað vita þetta fyrir til að geta hugsanlega farið í brjóstnám.“ Leikstjóri heimildarmyndarinnar er Jón Gústafsson. Myndin var gerð að frumkvæði og á kostnað Íslenskrar erfðagreiningar með það að markmiði að fræða almenning um samspil sjúkdóma og vísinda og áhrifa þeirra á venjulegt fólk. Hér að neðan má sjá myndina í heild sinni og viðtöl við Kára Stefánsson og fjöld fólks sem kemur málinu við. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Ég hef aldrei haft brjóstin á mér eitthvað sérstaklega til sýnis og þau eru ekki partur af minni sjálfsmynd,“ segir Bjarney Bjarnadóttir í heimildarmyndinni Þegar vitlaust er gefið sem sýnd var á Stöð 2 á dögunum. Í myndinni ræða Páll Magnússon og Steinunn Ólína Þórðardóttir við íslenskar konur sem hafa greinst með BRCA stökkbreytinguna. Neðst í fréttinni má sjá myndina í heild sinni. Áhorendur fá að sjá áhrifin sem það hefur á líf þeirra og ákvarðanir sem þær standa frammi fyrir. Skyggnst er inn í vísindin að baki rannsóknunum en 10 prósent íslenskra kvenna fá brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. „Mér þykir ofboðslega vænt um brjóstin mín og á eftir að sakna þeirra. Það stórkostlegasta sem þau hafa gert fyrir mig er að ég var með barn á brjósti og það er kannski mesta eftirsjáin að geta ekki haft fleiri börn á brjósti. Að sama skapi er ekkert víst að það verði fleiri börn og ég gat ekki leyft því að hafa áhrif á mína ákvörðunartöku.“ Bjarney ætlar að láta fjarlægja brjóstin til að fyrirbyggja að hún fái brjóstakrabbamein. Fjörutíu konur deyja úr sjúkdómnum á hverju ári. Ein af hverjum tíu sem fær brjóstakrabbamein fær meinið vegna þess að þær fæðast með stökkbreytingu í BRCA 2 geninu.Bjarney kvaddi brjóstin með kaffiboði.„Þegar ég er tíu ára þá dó amma mín úr brjóstakrabbameini og ég spáði kannski ekki svo mikið í því. Svo þegar mamma greinist í febrúar á þessu ári fæ ég vitneskju um það að brjóstakrabbameni sé mjög algengt í ættinni.“ Amma Bjarneyjar og tvær systur hennar dóu úr brjóstakrabbameini. Mamma Bjarneyjar greinist með brjóstakrabbamein, hún sjálf og tvö systkini hennar reyndust vera með stökkbreytingu í BRCA 2. „Mín ættarsaga er þannig að það er ekkert ósennilegt að ég fengi krabbamein og gæti það verið byrjað að grassera nú þegar. Ég vil ekki þurfa naga mig í handarbökin fyrir að hafa getað komið í veg fyrir þetta en gerði það ekki.“ Vegna ættarsögunnar var móðir Bjarneyjar undir eftirliti. Síðan greindist hún með krabbamein og fór í framhaldinu í aðgerð. Það reyndist um seinan. Viku eftir andlát móður sinnar fékk Bjarney að vita að hún hefði erft stökkbreytinguna. Í myndinni Þegar vitlaust er gefið er fylgst með ferlinum sem Bjarney fer í gegnum í öllu ferlinu að brjóstnámi. „Þetta var í raun óhjákvæmilegt. Ég fór í eftirlit hjá kvensjúkdómalækninum þar sem kom í ljós töluvert vesen á öðrum eggjastokknum. Blæðingar og frumubreytingar og því varð að taka hann,“ segir Bjarney kvöldið áður en hún gekkst undir aðgerð til að láta fjarlægja annan eggjastokk sinn.Ættarsaga Bjarneyjar er skelfileg þegar kemur að krabbameini í brjóstum kvenna.„Hluti ef mér hlakkar bara til, ég veit að þetta hljómar fáránlega en þetta er í raun svolítið eins og að bíða eftir jólunum. Ég hef beðið svo lengi eftir þessu og núna er loksins komið að aðgerðinni,“ segir Bjarney síðan kvöldið fyrir brjóstnámsaðgerðina. Daginn sem hún gekkst undir aðgerðina var mjög merkilegur fyrir hana, því þá var akkúrat sex mánuðir síðan móðir hennar lést. „Það er frekar táknrænt að fara í þessa aðgerð á þessum degi.“ Aðgerðin fór vel og náði Bjarney að halda upp á 37 ára afmælisdaginn sinn uppi á sjúkrahúsi. Við skoðun eftir aðgerðina bendir ekkert annað til þessa en að aðgerðin hafi tekist mjög vel. 18 mánuðum síðar segir Bjarney þetta: „Nú er vinkona mín að berjast við brjóstakrabbamein og það kom í ljós að hún var með þetta BRCA gen. Núna er erfið barátta framundan hjá henni og þetta staðfesti svolítið fyrir mér að ég tók rétta ákvörðun að fara í aðgerðina. Vinkona mín hefði viljað vita þetta fyrir til að geta hugsanlega farið í brjóstnám.“ Leikstjóri heimildarmyndarinnar er Jón Gústafsson. Myndin var gerð að frumkvæði og á kostnað Íslenskrar erfðagreiningar með það að markmiði að fræða almenning um samspil sjúkdóma og vísinda og áhrifa þeirra á venjulegt fólk. Hér að neðan má sjá myndina í heild sinni og viðtöl við Kára Stefánsson og fjöld fólks sem kemur málinu við.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira