Golf

Barnabarn Nicklaus fór holu í höggi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nicklaus-fjölskyldan trylltist af gleði eftir draumahöggið. Slíkt hið sama gerðu aðrir í hollinu.
Nicklaus-fjölskyldan trylltist af gleði eftir draumahöggið. Slíkt hið sama gerðu aðrir í hollinu. vísir/getty
Par 3 keppnin á Masters fór fram í gær. Þar voru meðal annars mættir höfðingjar eins og Jack Nicklaus.

Barnabarn hans, Gary Nicklaus Jr., bar kylfurnar fyrir afa sinn en fékk einnig að reyna sig á holunum. Sá nýtti tækifærið því hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum með glæsilegu höggi.





Eins og sjá má hér að ofan var afi afar stoltur af stráknum og þarna var sköpuð minning sem aldrei gleymist í fjölskyldunni.

Talandi um höfðingja að þá var það hinn 68 ára gamli Tom Watson sem vann keppnina á sex höggum undir pari. Hann var höggi á undan Tommy Fleetwood.

Masters hefst svo í dag og hefst bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 19.00.


Tengdar fréttir

Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters

Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×