Golf

Barnabarn Nicklaus fór holu í höggi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nicklaus-fjölskyldan trylltist af gleði eftir draumahöggið. Slíkt hið sama gerðu aðrir í hollinu.
Nicklaus-fjölskyldan trylltist af gleði eftir draumahöggið. Slíkt hið sama gerðu aðrir í hollinu. vísir/getty

Par 3 keppnin á Masters fór fram í gær. Þar voru meðal annars mættir höfðingjar eins og Jack Nicklaus.

Barnabarn hans, Gary Nicklaus Jr., bar kylfurnar fyrir afa sinn en fékk einnig að reyna sig á holunum. Sá nýtti tækifærið því hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum með glæsilegu höggi.Eins og sjá má hér að ofan var afi afar stoltur af stráknum og þarna var sköpuð minning sem aldrei gleymist í fjölskyldunni.

Talandi um höfðingja að þá var það hinn 68 ára gamli Tom Watson sem vann keppnina á sex höggum undir pari. Hann var höggi á undan Tommy Fleetwood.

Masters hefst svo í dag og hefst bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 19.00.


Tengdar fréttir

Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters

Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.