Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:30 Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er 1. risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. Sergio Garcia vann Justin Rose í bráðabana á þessu móti í fyrra. Þetta verður í 82. sinn sem mótið fer fram og mikil eftirvænting ríkir, Tiger Woods hefur sigrað á þessu móti fjórum sinnum, síðast fyrir 13 árum. Á hann möguleika núna? „Já, hann á möguleika,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur, í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „En við verðum samt að segja að hann á fjarlæga möguleika.“ „Þetta snýst ekki bara um getu heldur líka um leikæfingu. Hann er kannski ekki kominn á þann stað að vera búinn að keppa nógu mikið.“ Hverjir eru sigurstranglegastir á mótinu að mati Þorsteins? „Ég mundi nefna Bubba Watson. Hann er búinn að sigra á tveimur mótum á síðustu vikum og búinn að vera góður. Phil Mickelson er búinn að vera mjög góður, Justin Thomas er búinn að vera frábær og Rory McIlroy vann [á dögunum].“ Bein útsending verður á Golfstöðinni alla fjóra keppnisdagana. Klukkan 19 hófst útsending frá par þrjú keppninni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira