Skrifræði og ostasorg Þórlindur Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 10:00 Fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því minniháttar óláni að skilja við mig litla myndavél á safni í Bandaríkjunum. Það var þó huggun harmi gegn að ég var mjög fljótur að átta mig á því að ég hafði orðið viðskila við myndavélina og sneri aftur að staðnum, þar sem ég hafði fengið mér sæti stuttu áður. Ofurtrú mín á mannkyninu gerði ekki ráð fyrir öðru en að hún lægi þar ennþá. En myndavélin var ekki þar sem ég hélt að ég hefði skilið hana eftir. Ég var því mjög fljótur að draga þá ályktun að einhver góðviljaður gestur eða samviskusamur starfsmaður hefði á þessum örfáu mínútum áttað sig á óhappinu og ákveðið að koma myndavélinni minni á öruggan stað svo ég gæti sótt hana við hentugleika. Þannig að ég fór næst á upplýsingaborðið þar sem hjálplegur og vingjarnlegur starfsmaður sýndi angist minni algjöra samúð, hringdi í „tapað fundið“ og þuldi upp lýsingu mína á myndavélinni. Hann rétti svo upp þumalinn, brosti breitt og sagði mér þegar hann lagði tólið á, að myndavélin mín væri svo sannarlega komin til skila og ég gæti farið og sótt hana. Góðar fréttir.Myndavél í varðhaldi Þegar komið var á skrifstofu „tapað fundið“ endurtók hjálplegi starfsmaðurinn fyrir samstarfsmanneskju sinni, þeirri sem var falin ábyrgð á öllu því sem hafði glatast en fundist á ný, að hér væri maðurinn sem varð viðskila við myndavélina sína og hvort hún vildi vera svo elskuleg að finna hana til. Valdhafi tapaðs og fundins, tók ábyrgð sína alvarlega, og virtist ekki finnast það vera neitt sérstakt gleðiefni að geta leyst hratt og greiðlega úr vandanum. Þess í stað rétti valdhafinn fram eyðublað þar sem ég var beðinn að gefa yfirlýsingu um hvaða hlut ég hefði glatað og sverja og sárt við leggja að hluturinn væri eign mín. Þar með gæti gæslumaðurinn afhent mér myndavélina mína gegn skjalfestri sönnun á því að öllum verkferlum hafi ferið framfylgt að fullu. Eftir að valdhafinn, sem nú virtist vera orðinn ótvíræður forsjáraðili yfir myndavélinni minni, hafði gaumgæft skýrsluna var beðið um skilríki. Ég sagði að ég væri ekki með neitt á mér nema íslenskt greiðslukort, sem væri reyndar þeim góða kosti búið, að á því er mynd. Þetta dugði ekki. Hinn nýi umráðamaður myndavélarinnar hafði skýr fyrirmæli um að afhenda engum eigur sínar nema gegn fullnægjandi framvísun löglegra skilríkja, sem í mínu tilviki sem útlendingur gat ekki verið annað heldur en vegabréf. Vondar fréttir. Tölvan segir „nei“ Vegabréfið var á hótelinu í hinum enda borgarinnar og það tæki mig nokkra klukkutíma að komast aftur í safnið með vegabréfið—og þá klukkutíma hafði ég ekki því ég átti flug heim síðar um daginn. Þá datt mér í hug snjallræði sem mér fannst svo augljóslega leysa málið að það hlyti að vera úr sögunni. „Heyrðu, kveiktu bara á myndavélinni, og þá geturðu séð myndir af ferðafélaga mínum sem stendur hérna við hlið mér, og myndir af okkur saman líka, og börnunum mínum og meira að segja mér sjálfum.“ Þetta fannst mér að hlyti að duga til þess að sannfæra forsjármanneskjuna um að það væri „beyond all reasonable doubt“ satt hjá mér að vélin væri mín. Engum gæti dottið í hug að álasa henni fyrir að afhenda myndavélina. Þótt myndavélin væri af þeirri gerð sem ég lýsti, hefði fundist á þeim stað sem ég sagði, að á henni væru myndir af mér og ég gæti sýnt kreditkort með mynd af þeim sama sjálfum mér, þá dugði það ekki til. Hlutverk starfsmannsins var svo sannarlega ekki að leysa vandamál heldur að framfylgja reglunum. Sem betur fer stóð velviljaði starfsmaðurinn ennþá hjá okkur og fylgdist með. Sá var umtalsvert vingjarnlegri og yfirvegaðri en ég og gat því gripið í taumana áður en fas mitt breyttist úr almennri undrun, yfir í aðgangsharða reiði eða stjórnlausa bræði. Með aðdáunarverðri lagni tókst honum að sannfæra kollega sinn um að afhenda mér myndavélina mína, gegn loforði um að hann tæki alla ábyrgð á þessu kæruleysislega athæfi ef einhvern tímann síðar þyrfti að standa skil á því við yfirboðara þeirra beggja á safninu. Mér varð hugsað til þessarar upplifunar nú í vikunni þegar í ljós kom að enginn stjórnmála- eða embættismaður hafði átt frumkvæði að því að lagfæra löggjöf til samræmis við skýran vilja Alþingis um aukið frelsi til innflutnings á útlenskum osti. Fyrir vikið er líklegt að framboð á osti verði mun minna en verslanir gerðu ráð fyrir, og líklega lenda sumar þeirra í vandræðum gagnvart birgjum ef pantanirnar reynast óáreiðanlegar. Það virðist nefnilega ekki vera sérstakt markmið hjá embættismönnum sem fjalla um landbúnaðarmál að leyfa Íslendingum að njóta osta. Þótt hagsmunir neytenda megi heita augljósir, og enginn vafi hafi leiki á vilja Alþingis, þá lætur „kerfið“ ekki hafa sig svo glatt út í þær gönur að fara að leysa greiðlega úr málum sem einhver von er til að flækja enn frekar og tefja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ég fyrir því minniháttar óláni að skilja við mig litla myndavél á safni í Bandaríkjunum. Það var þó huggun harmi gegn að ég var mjög fljótur að átta mig á því að ég hafði orðið viðskila við myndavélina og sneri aftur að staðnum, þar sem ég hafði fengið mér sæti stuttu áður. Ofurtrú mín á mannkyninu gerði ekki ráð fyrir öðru en að hún lægi þar ennþá. En myndavélin var ekki þar sem ég hélt að ég hefði skilið hana eftir. Ég var því mjög fljótur að draga þá ályktun að einhver góðviljaður gestur eða samviskusamur starfsmaður hefði á þessum örfáu mínútum áttað sig á óhappinu og ákveðið að koma myndavélinni minni á öruggan stað svo ég gæti sótt hana við hentugleika. Þannig að ég fór næst á upplýsingaborðið þar sem hjálplegur og vingjarnlegur starfsmaður sýndi angist minni algjöra samúð, hringdi í „tapað fundið“ og þuldi upp lýsingu mína á myndavélinni. Hann rétti svo upp þumalinn, brosti breitt og sagði mér þegar hann lagði tólið á, að myndavélin mín væri svo sannarlega komin til skila og ég gæti farið og sótt hana. Góðar fréttir.Myndavél í varðhaldi Þegar komið var á skrifstofu „tapað fundið“ endurtók hjálplegi starfsmaðurinn fyrir samstarfsmanneskju sinni, þeirri sem var falin ábyrgð á öllu því sem hafði glatast en fundist á ný, að hér væri maðurinn sem varð viðskila við myndavélina sína og hvort hún vildi vera svo elskuleg að finna hana til. Valdhafi tapaðs og fundins, tók ábyrgð sína alvarlega, og virtist ekki finnast það vera neitt sérstakt gleðiefni að geta leyst hratt og greiðlega úr vandanum. Þess í stað rétti valdhafinn fram eyðublað þar sem ég var beðinn að gefa yfirlýsingu um hvaða hlut ég hefði glatað og sverja og sárt við leggja að hluturinn væri eign mín. Þar með gæti gæslumaðurinn afhent mér myndavélina mína gegn skjalfestri sönnun á því að öllum verkferlum hafi ferið framfylgt að fullu. Eftir að valdhafinn, sem nú virtist vera orðinn ótvíræður forsjáraðili yfir myndavélinni minni, hafði gaumgæft skýrsluna var beðið um skilríki. Ég sagði að ég væri ekki með neitt á mér nema íslenskt greiðslukort, sem væri reyndar þeim góða kosti búið, að á því er mynd. Þetta dugði ekki. Hinn nýi umráðamaður myndavélarinnar hafði skýr fyrirmæli um að afhenda engum eigur sínar nema gegn fullnægjandi framvísun löglegra skilríkja, sem í mínu tilviki sem útlendingur gat ekki verið annað heldur en vegabréf. Vondar fréttir. Tölvan segir „nei“ Vegabréfið var á hótelinu í hinum enda borgarinnar og það tæki mig nokkra klukkutíma að komast aftur í safnið með vegabréfið—og þá klukkutíma hafði ég ekki því ég átti flug heim síðar um daginn. Þá datt mér í hug snjallræði sem mér fannst svo augljóslega leysa málið að það hlyti að vera úr sögunni. „Heyrðu, kveiktu bara á myndavélinni, og þá geturðu séð myndir af ferðafélaga mínum sem stendur hérna við hlið mér, og myndir af okkur saman líka, og börnunum mínum og meira að segja mér sjálfum.“ Þetta fannst mér að hlyti að duga til þess að sannfæra forsjármanneskjuna um að það væri „beyond all reasonable doubt“ satt hjá mér að vélin væri mín. Engum gæti dottið í hug að álasa henni fyrir að afhenda myndavélina. Þótt myndavélin væri af þeirri gerð sem ég lýsti, hefði fundist á þeim stað sem ég sagði, að á henni væru myndir af mér og ég gæti sýnt kreditkort með mynd af þeim sama sjálfum mér, þá dugði það ekki til. Hlutverk starfsmannsins var svo sannarlega ekki að leysa vandamál heldur að framfylgja reglunum. Sem betur fer stóð velviljaði starfsmaðurinn ennþá hjá okkur og fylgdist með. Sá var umtalsvert vingjarnlegri og yfirvegaðri en ég og gat því gripið í taumana áður en fas mitt breyttist úr almennri undrun, yfir í aðgangsharða reiði eða stjórnlausa bræði. Með aðdáunarverðri lagni tókst honum að sannfæra kollega sinn um að afhenda mér myndavélina mína, gegn loforði um að hann tæki alla ábyrgð á þessu kæruleysislega athæfi ef einhvern tímann síðar þyrfti að standa skil á því við yfirboðara þeirra beggja á safninu. Mér varð hugsað til þessarar upplifunar nú í vikunni þegar í ljós kom að enginn stjórnmála- eða embættismaður hafði átt frumkvæði að því að lagfæra löggjöf til samræmis við skýran vilja Alþingis um aukið frelsi til innflutnings á útlenskum osti. Fyrir vikið er líklegt að framboð á osti verði mun minna en verslanir gerðu ráð fyrir, og líklega lenda sumar þeirra í vandræðum gagnvart birgjum ef pantanirnar reynast óáreiðanlegar. Það virðist nefnilega ekki vera sérstakt markmið hjá embættismönnum sem fjalla um landbúnaðarmál að leyfa Íslendingum að njóta osta. Þótt hagsmunir neytenda megi heita augljósir, og enginn vafi hafi leiki á vilja Alþingis, þá lætur „kerfið“ ekki hafa sig svo glatt út í þær gönur að fara að leysa greiðlega úr málum sem einhver von er til að flækja enn frekar og tefja.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun