Lífið

Aníta Daðadóttir vann söngkeppni Samfés

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Samfés
Aníta Daðadóttir, fulltrúi félagsmiðstöðvarinnar Fönix í Kópavogi vann Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöll í dag með flutningi sínum á laginu Gangsta.Í öðru sæti var Benedikt Gylfason úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með lagið Listen. Þá var Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði með lagið Thinking out loud.Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Öldunni í Hafnarfirði var valin bjartasta vonin. Emma Eyþórsdóttir flutti lagið Ég vil þig sem var valið besta frumsamda lag keppninnar.Í dómnefnd sátu Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.Söngkeppni Samfés er hluti af SamFestingnum sem er stærsta unglingaskemmtun á Íslandi. Rúmlega 3000 áhorfendur lögðu leið sína í Laugardalshöll í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.