Hver ætlar að eyða umönnunarbilinu? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:15 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar þurfakjósendur að gera upp við sig hvaða framboð fær þeirra atkvæði. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra sveitarfélaga á landinu eru dagvistunarmál barna. Engu að síður búa margir foreldrar ungra barna við þær aðstæður að sveitarfélög tryggja ekki aðgang að leikskóla fyrr en 15 mánuðum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Foreldrar ungra barna þekkja því vel þennan vanda. Það gera líka ömmur og afar og aðrir sem reyna að hjálpa til með því að passa börnin dag og dag til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta er stór hópur kjósenda. Það hefur lítil breyting orðið í þessum málaflokki síðustu 30 árin. Það er vitað að fyrirkomulagið sem nú er við lýði hefur veruleg og víðtæk áhrif, til dæmis á andlega líðan og fjárhagsstöðu barnafjölskyldna, atvinnuþátttöku, starfsþróunarmöguleika og launamun kynjanna. Þetta er samfélagslegt vandamál sem sveitarfélögin í landinu þurfa að bregðast við. Inntökualdur á leikskóla getur verið allt frá níu mánuðum upp í tvö ár. Könnun sem BSRB gerði hjá öllum sveitarfélögum á landinu leiddi í ljós að foreldrar þurfa að meðaltali að brúa þrjá til sex mánuði á milli níu mánaða fæðingarorlofs og þess að barnið komist að hjá dagforeldri eða leikskóla. Bilið er enn lengra hjá flestum einstæðum foreldrum og foreldrum sem geta ekki tekið fæðingarorlof af fjárhagsástæðum. Þá getur biðin verið lengri ef barn fæðist á ákveðnum tímum árs, ef árgangar eru stórir eða mannekla er á leikskólum. Það er óásættanlegt að ekki sé jafnræði með foreldrum á landinu þegar kemur að þessari grunnþjónustu. Sveitarfélögin verða að tryggja að hún sé í lagi. Það er lítill hvati til barneigna ef þær ýta undir misrétti kynjanna, fela í sér margra mánaða tekjuleysi og í sumum tilfellum starfsmissi. Við þessu þarf að bregðast og það ætti að vera áherslumál allra flokka sem bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Útrýma þarf umönnunarbilinu með því að bjóða upp á tryggt dagvistunarúrræði strax að loknu fæðingarorlofi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar