Ásetningur eða þekkingarleysi Einars K. Ingólfur Ásgeirsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Í síðustu viku snupraði Einar K. Guðfinnsson í grein í þessu blaði Jón Þór Ólason, formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fyrir að taka ekki mark á því sem Einar kallaði „staðreyndir“. Svo óheppilega vill þó til fyrir Einar að vísindamaðurinn sem hann vitnaði til kannast alls ekki við að þær „staðreyndir“, sem Einar vill heimfæra upp á Ísland, eigi við um Ísland. Þvert á móti reyndar. Einar hefði hæglega getað komist að þessu með því að hafa samband við umræddan vísindamann. Ef hann hefði gert það þá hefði hann komist að raun um að skilningur hans var rangur. En mögulega var það ekki það sem Einar vildi heyra? Við hjá Icelandic Wildlife Fund tókum ómakið af Einari og settum okkur í samband við doktor Kevin Glover. Einar benti í grein sinni á niðurstöður doktors Glovers og félaga um að lítil blöndun eldislax við villilaxastofna hefur takmörkuð áhrif villtu stofnana, samkvæmt líkani sem vísindamennirnir hafa útbúið. Einar lét þess hins vegar ógetið að þessi rannsókn fór fram í Noregi þar sem notaður er norskur lax í eldinu. Í Noregi er stranglega bannað að nota eldislax sem er ekki norskur að uppruna. Hér á Íslandi er hins vegar alinn norskur eldislax í sjókvíum og áhættan þegar kemur að erfðablöndun því allt önnur, eins og doktor Glover staðfesti í svari sínu til IWF: „Eldi á norskum ræktuðum laxi á Íslandi felur í sér aukaáhættu vegna viðbótar erfðafræðilegra þátta sem ekki er tekið tillit til í líkaninu.“ Einar á að vita að norskur eldislax er aðskotadýr í íslenskri náttúru. Þegar eldislax af norskum stofni var fyrst fluttur til Íslands var það gert með þeim skilyrðum að hann yrði eingöngu notaður í landeldi og færi aldrei í sjó við Ísland. Það var mikið ógæfuspor þegar fallið var frá því skilyrði árið 2003. Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þessi rangi málflutningur Einars, sem er formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, sé byggður á þekkingarleysi eða ásetningi. Hver svo sem skýringin er, þá er staðreyndin sú að líkan doktors Glovers snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax. Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru.Höfundur er einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku snupraði Einar K. Guðfinnsson í grein í þessu blaði Jón Þór Ólason, formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fyrir að taka ekki mark á því sem Einar kallaði „staðreyndir“. Svo óheppilega vill þó til fyrir Einar að vísindamaðurinn sem hann vitnaði til kannast alls ekki við að þær „staðreyndir“, sem Einar vill heimfæra upp á Ísland, eigi við um Ísland. Þvert á móti reyndar. Einar hefði hæglega getað komist að þessu með því að hafa samband við umræddan vísindamann. Ef hann hefði gert það þá hefði hann komist að raun um að skilningur hans var rangur. En mögulega var það ekki það sem Einar vildi heyra? Við hjá Icelandic Wildlife Fund tókum ómakið af Einari og settum okkur í samband við doktor Kevin Glover. Einar benti í grein sinni á niðurstöður doktors Glovers og félaga um að lítil blöndun eldislax við villilaxastofna hefur takmörkuð áhrif villtu stofnana, samkvæmt líkani sem vísindamennirnir hafa útbúið. Einar lét þess hins vegar ógetið að þessi rannsókn fór fram í Noregi þar sem notaður er norskur lax í eldinu. Í Noregi er stranglega bannað að nota eldislax sem er ekki norskur að uppruna. Hér á Íslandi er hins vegar alinn norskur eldislax í sjókvíum og áhættan þegar kemur að erfðablöndun því allt önnur, eins og doktor Glover staðfesti í svari sínu til IWF: „Eldi á norskum ræktuðum laxi á Íslandi felur í sér aukaáhættu vegna viðbótar erfðafræðilegra þátta sem ekki er tekið tillit til í líkaninu.“ Einar á að vita að norskur eldislax er aðskotadýr í íslenskri náttúru. Þegar eldislax af norskum stofni var fyrst fluttur til Íslands var það gert með þeim skilyrðum að hann yrði eingöngu notaður í landeldi og færi aldrei í sjó við Ísland. Það var mikið ógæfuspor þegar fallið var frá því skilyrði árið 2003. Ástæða er til að velta fyrir sér hvort þessi rangi málflutningur Einars, sem er formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, sé byggður á þekkingarleysi eða ásetningi. Hver svo sem skýringin er, þá er staðreyndin sú að líkan doktors Glovers snýst eingöngu um norskan eldislax og norskan villilax. Ekkert líkan er til um áhrif erfðablöndunar norsks eldislax við íslenska villilaxastofna. Icelandic Wildlife Fund hafnar því alfarið að sú tilraun fari fram í íslenskri náttúru.Höfundur er einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar