Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 17. október 2025 06:31 Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar