Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 17. október 2025 06:31 Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar