Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 17. október 2025 06:31 Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun