Gæslumenn náttúrunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. mars 2018 07:00 Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun