Sport

Óska eftir að bærinn greiði fyrir vinnu erlendra leikmanna

Fjársveltir Mosfellingar stefna hátt á komandi tímabili.
Fjársveltir Mosfellingar stefna hátt á komandi tímabili. Vísir/Ernir
Fótbolti Landsbankinn og Loftorka sögðu nýverið upp samningi við meistaraflokk Aftureldingar í fótbolta en samkvæmt bréfi flokksins til bæjarins kemur fram að samningurinn hafi verið metinn á 4,7 milljónir.

Fer deildin fram á að Mosfellsbær komi til móts við hana og auki framlag sitt um 700 þúsund krónur sem verði þannig 1,2 milljónir. „Þannig er mál með vexti að undanfarin ár höfum við fengið hlutastarf á Tungubökkum fyrir leikmenn meistara­flokks og fyrir þessa vinnu hefur bærinn greitt 600 þúsund,“ segir meðal annars í bréfinu. Félagið fékk að bæta við einum leikmanni og fylgdi aukafjárveiting upp á 100 þúsund krónur.

Ætlar Afturelding að láta erlenda leikmenn sína sjá um sláttinn.

Ásbjörn Jónsson, formaður meistaraflokksráðs, segir að félagið hafi verið með samkomulag við bæjaryfirvöld um eitt stöðugildi þar sem leikmaður hefur séð um að slá og merkja velli og annað tilfallandi. „Við höfum fengið pening frá bænum fyrir eitt stöðugildi og við erum að biðja núna um annað.“ Málið verður tekið fyrir innan bæjarráðs.

Afturelding var komin með tvo leikmenn en annar þurfti að hætta við af persónulegum ástæðum og hinn hefur verið settur í smá bið. „Það er ódýrara að fá Spánverja og útvega honum íbúð og smá starf heldur en að fá íslenskan leikmann í sama gæðaflokki. Þá er ég að tala um leikmann sem er hálfgerður svindlkall að gæðum fyrir aðra deildina. Svoleiðis íslenskur leikmaður er mjög dýr og þeir biðja um mikla peninga.“

Hann segir að þótt staðan sé erfið þá sé stefnan klárlega að fara upp um deild. „Menn eru að berjast. Við drögum úr kostnaði ef við náum ekki að fylla í gatið. Auðvitað þurfum við að ná í 20 styrktaraðila núna í staðinn fyrir þessa tvo. En stefnan er alltaf að fara upp.“ – bb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×