Viltu fræðast um Vináttu? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun