Misráðin höft Hörður Ægisson skrifar 9. mars 2018 07:00 Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun