Framsókn í menntamálum Menntastefnuhópur Framsóknarflokksins skrifar 10. mars 2018 10:00 Á aldarafmæli Framsóknarflokksins var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Verður hún rædd á flokksþingi nú um helgina. Manngildi er meira virði en auðgildi og traust, gott og metnaðarfullt menntakerfi leggur grundvöllinn að því samfélagi sem við viljum búa í. Í samfélagi dagsins í dag byggir samkeppnishæfni þjóða að miklu leyti á menntun og því telur Framsóknarflokkurinn að fjárfesting í menntun sé fjárfesting til framtíðar.Stöndum vörð um tungumálið Áfram verður unnið að því að bæta læsi í gegnum fjölbreytt verkefni einstakra skóla og sveitarfélaga, með baklandi í læsisverkefni Menntamálastofnunar og háskólunum. Jafnframt skal unnið að umbótum á sviðum sem styðja við læsi, s.s. útgáfu vandaðra námsgagna, eflingu skólabókasafna, útgáfu vandaðra bóka sem og stefnumörkun um aðgang að íslensku hljóð- og myndefni. Afnema þarf virðisaukasatt af bókum og fjárfesta í íslenskri máltækni svo hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki nútíðar og framtíðar og í allri upplýsingavinnslu. Þá skal kraftur settur í markvissar aðgerðir til stuðnings kennslu í íslensku sem öðru tungumáli, fyrir nemendur á öllum aldri. Komið verði á fót umbótateymi sem hafi faglega forystu í verkefninu, því það verður ekki eingöngu leyst á vettvangi einstakra skóla.Stöndum vörð um kennarann Hæfir og góðir kennarar eru forsenda þess að nemendur njóti sín og nái árangri sem leggur grunn að framtíð þeirra. Bæta þarf starfsaðstæður kennara, auka stoðþjónustu við þá og gera þeim og skólakerfinu betur kleift að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Hækka þarf laun kennara til að laða að hæfa nemendur í kennaranám og kennara sem starfa utan skólanna. Þjóðarátaks er þörf til að auka virðingu fyrir kennurum og kennarastarfinu. Auka þarf tengsl kennaranáms við starfsvettvang og koma á launuðu starfsnámi á fjórða ári kennaranámsins. Samhliða þarf að auka fjárhagslega hvata til kennaranema í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna. Leggja þarf áherslu á sjálfstæði kennara og skóla við skólaþróun sem byggir á gildandi lögum og námsskrá þar sem nám og kennsla er í forgrunni starfsins.Stöndum vörð um fjölskylduna Mikið álag er á barnafjölskyldum og því brýnt að stytta vinnuviku fólks og gefa því rými til að verja meiri tíma með börnum sínum og foreldrum. Lengja þarf fæðingarorlof hvors foreldris fyrir sig í fimm mánuði en til viðbótar verði sameiginlegur fæðingarorlofsréttur foreldra tveir mánuðir. Koma þarf á samstarfi ríkis og sveitarfélaga um að tryggja börnum dagvistunarúrræði að fæðingarorlofi loknu, frá 12 mánaða aldri. Vinnudagur margra barna er langur en með samþættingu gæðastarfs á vegum íþróttafélaga, tónlistarskóla og æskulýðsfélaga við starf grunnskóla má styðja betur við fjölskyldur og börn. Möguleikar til að læra á hljóðfæri eða stunda íþróttir eiga ekki að fara eftir fjárhag heimila heldur á að gera öllum börnum kleift að rækta líkama og sál í gegnum skipulagt frístundastarf.Fjárfestum í framtíðinni Menntastefna Framsóknarflokksins nær til fleiri þátta, eins og eflingar iðn- og verknáms, framhaldsskólans og háskóla- og vísindastarfs. Við hvetjum því lesendur til að kynna sér alla menntastefnu Framsóknarflokksins sem finna má á vettvangi flokksins. Á þeim umbreytingatímum sem við lifum sköpum við ný tækifæri með öflugu menntakerfi og fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði. Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða kröftugs hagvaxtar en um leið velferðar og hagsældar til framtíðar. Framsókn vill fjárfesta í framtíðinni.Höfundar skipa menntastefnuhóp Framsóknarflokksins: Bjarni Dagur Þórðarson, Elsa Lára Arnardóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Gunnhildur Imsland, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jóna Björg Sætran, Linda Hrönn Þórisdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sæunn Stefánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á aldarafmæli Framsóknarflokksins var sem fyrr horft til framtíðar og settur á fót menntastefnuhópur til að móta nýja stefnu flokksins í menntamálum. Verður hún rædd á flokksþingi nú um helgina. Manngildi er meira virði en auðgildi og traust, gott og metnaðarfullt menntakerfi leggur grundvöllinn að því samfélagi sem við viljum búa í. Í samfélagi dagsins í dag byggir samkeppnishæfni þjóða að miklu leyti á menntun og því telur Framsóknarflokkurinn að fjárfesting í menntun sé fjárfesting til framtíðar.Stöndum vörð um tungumálið Áfram verður unnið að því að bæta læsi í gegnum fjölbreytt verkefni einstakra skóla og sveitarfélaga, með baklandi í læsisverkefni Menntamálastofnunar og háskólunum. Jafnframt skal unnið að umbótum á sviðum sem styðja við læsi, s.s. útgáfu vandaðra námsgagna, eflingu skólabókasafna, útgáfu vandaðra bóka sem og stefnumörkun um aðgang að íslensku hljóð- og myndefni. Afnema þarf virðisaukasatt af bókum og fjárfesta í íslenskri máltækni svo hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki nútíðar og framtíðar og í allri upplýsingavinnslu. Þá skal kraftur settur í markvissar aðgerðir til stuðnings kennslu í íslensku sem öðru tungumáli, fyrir nemendur á öllum aldri. Komið verði á fót umbótateymi sem hafi faglega forystu í verkefninu, því það verður ekki eingöngu leyst á vettvangi einstakra skóla.Stöndum vörð um kennarann Hæfir og góðir kennarar eru forsenda þess að nemendur njóti sín og nái árangri sem leggur grunn að framtíð þeirra. Bæta þarf starfsaðstæður kennara, auka stoðþjónustu við þá og gera þeim og skólakerfinu betur kleift að sinna fjölbreyttum hópi nemenda. Hækka þarf laun kennara til að laða að hæfa nemendur í kennaranám og kennara sem starfa utan skólanna. Þjóðarátaks er þörf til að auka virðingu fyrir kennurum og kennarastarfinu. Auka þarf tengsl kennaranáms við starfsvettvang og koma á launuðu starfsnámi á fjórða ári kennaranámsins. Samhliða þarf að auka fjárhagslega hvata til kennaranema í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna. Leggja þarf áherslu á sjálfstæði kennara og skóla við skólaþróun sem byggir á gildandi lögum og námsskrá þar sem nám og kennsla er í forgrunni starfsins.Stöndum vörð um fjölskylduna Mikið álag er á barnafjölskyldum og því brýnt að stytta vinnuviku fólks og gefa því rými til að verja meiri tíma með börnum sínum og foreldrum. Lengja þarf fæðingarorlof hvors foreldris fyrir sig í fimm mánuði en til viðbótar verði sameiginlegur fæðingarorlofsréttur foreldra tveir mánuðir. Koma þarf á samstarfi ríkis og sveitarfélaga um að tryggja börnum dagvistunarúrræði að fæðingarorlofi loknu, frá 12 mánaða aldri. Vinnudagur margra barna er langur en með samþættingu gæðastarfs á vegum íþróttafélaga, tónlistarskóla og æskulýðsfélaga við starf grunnskóla má styðja betur við fjölskyldur og börn. Möguleikar til að læra á hljóðfæri eða stunda íþróttir eiga ekki að fara eftir fjárhag heimila heldur á að gera öllum börnum kleift að rækta líkama og sál í gegnum skipulagt frístundastarf.Fjárfestum í framtíðinni Menntastefna Framsóknarflokksins nær til fleiri þátta, eins og eflingar iðn- og verknáms, framhaldsskólans og háskóla- og vísindastarfs. Við hvetjum því lesendur til að kynna sér alla menntastefnu Framsóknarflokksins sem finna má á vettvangi flokksins. Á þeim umbreytingatímum sem við lifum sköpum við ný tækifæri með öflugu menntakerfi og fjárfestingu í hugverka- og þekkingariðnaði. Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða kröftugs hagvaxtar en um leið velferðar og hagsældar til framtíðar. Framsókn vill fjárfesta í framtíðinni.Höfundar skipa menntastefnuhóp Framsóknarflokksins: Bjarni Dagur Þórðarson, Elsa Lára Arnardóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Gunnhildur Imsland, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jóna Björg Sætran, Linda Hrönn Þórisdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Sæunn Stefánsdóttir.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar