Styttri vinnuvika Rakel Heiðmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 16:00 Ég hef fylgst af áhuga með nýlegum fréttum varðandi tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Reykjavíkurborg hóf sína tilraun 2015 á þremur starfsstöðvum og hefur smám saman bætt við fleiri vinnustöðum í verkefnið. Mælingar gefa almennt til kynna góðan árangur verkefnisins, svo sem aukna starfsánægju meðal starfsmanna og meiri framleiðni. Hugsmiðjan kynnti einnig nýlega niðurstöður eigin tilraunverkefnis til tveggja ára þar sem vinnutími allra starfsmanna var styttur í sex klukkustundir á dag úr átta án launaskerðingar. Niðurstöður Hugsmiðjunnar eru sannarlega jákvæðar: 23% meiri framleiðni, 44% færri veikindadagar og starfsánægja mælist 100%. Og þrátt fyrir færri vinnustundir hafa tekjur Hugsmiðjunnar aukist að sögn talsmanna fyrirtækisins. Ég rannsakaði sveigjanleika á vinnustöðum í doktorsrannsókn minni í sálfræði um aldamótin. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsmenn hátæknifyrirtækis í Bandaríkjunum. Á heimasíðu fyrirtækisins kom fram að starfsmenn hefðu sveigjanleika í starfi og tækifæri til jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Í viðtölum mínum við starfsmenn (flestir sérfræðingar og stjórnendur) kom þó í ljós að vinnutími þeirra var almennt langur og tækifæri fyrir sveigjanleika lítill. Margir unnu 50-60 klukkustundir í viku hverri og nokkrir enn meira. Orlofsdagar töldu um tvær vikur á ári. Margir sögðust vera þreyttir, vinna undir miklu álagi og dreymdi um að komast snemma á eftirlaun (um 45-55 ára) til að sinna hugðarefnum sínum og ná meiri hvíld. Svo virtist sem eftirlaunadraumarnir væru haldreipi þeirra í miklu álags- og streituumhverfi. Á Íslandi þætti flestum skrýtið að ímynda sér eftirlaunaaldur um 45-55 ára eftir þrotlausa vinnu enda hlýtur að vera heilbrigðara að ná meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs í gegnum allan starfsferilinn. Vonandi þróast íslenski vinnumarkaðurinn ekki í þá átt sem hér var lýst á undan. Oft hefur þó komið fram að Íslendingar vinni að jafnaði lengri vinnudag en nágrannaþjóðir okkar og að framleiðni sé minni. Það er ánægjulegt að fylgjast með tilraunaverkefnum Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar um styttingu vinnutíma. Eðlilega eru áskoranir í slíku ferli og misflóknar eftir eðli starfsemi hvers vinnustaðar. En fyrstu niðurstöður hljóta að vera hvatning fyrir aðra vinnuveitendur. Aukin starfsánægja, betri nýting vinnutíma (meiri framleiðni) og fleiri tækifæri starfsmanna til að sinna fjölskyldu og áhugamálum er sannarlega eftirsóknarvert bæði fyrir vinnuveitendur og starfsmenn.Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Inventus og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst af áhuga með nýlegum fréttum varðandi tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Reykjavíkurborg hóf sína tilraun 2015 á þremur starfsstöðvum og hefur smám saman bætt við fleiri vinnustöðum í verkefnið. Mælingar gefa almennt til kynna góðan árangur verkefnisins, svo sem aukna starfsánægju meðal starfsmanna og meiri framleiðni. Hugsmiðjan kynnti einnig nýlega niðurstöður eigin tilraunverkefnis til tveggja ára þar sem vinnutími allra starfsmanna var styttur í sex klukkustundir á dag úr átta án launaskerðingar. Niðurstöður Hugsmiðjunnar eru sannarlega jákvæðar: 23% meiri framleiðni, 44% færri veikindadagar og starfsánægja mælist 100%. Og þrátt fyrir færri vinnustundir hafa tekjur Hugsmiðjunnar aukist að sögn talsmanna fyrirtækisins. Ég rannsakaði sveigjanleika á vinnustöðum í doktorsrannsókn minni í sálfræði um aldamótin. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsmenn hátæknifyrirtækis í Bandaríkjunum. Á heimasíðu fyrirtækisins kom fram að starfsmenn hefðu sveigjanleika í starfi og tækifæri til jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Í viðtölum mínum við starfsmenn (flestir sérfræðingar og stjórnendur) kom þó í ljós að vinnutími þeirra var almennt langur og tækifæri fyrir sveigjanleika lítill. Margir unnu 50-60 klukkustundir í viku hverri og nokkrir enn meira. Orlofsdagar töldu um tvær vikur á ári. Margir sögðust vera þreyttir, vinna undir miklu álagi og dreymdi um að komast snemma á eftirlaun (um 45-55 ára) til að sinna hugðarefnum sínum og ná meiri hvíld. Svo virtist sem eftirlaunadraumarnir væru haldreipi þeirra í miklu álags- og streituumhverfi. Á Íslandi þætti flestum skrýtið að ímynda sér eftirlaunaaldur um 45-55 ára eftir þrotlausa vinnu enda hlýtur að vera heilbrigðara að ná meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs í gegnum allan starfsferilinn. Vonandi þróast íslenski vinnumarkaðurinn ekki í þá átt sem hér var lýst á undan. Oft hefur þó komið fram að Íslendingar vinni að jafnaði lengri vinnudag en nágrannaþjóðir okkar og að framleiðni sé minni. Það er ánægjulegt að fylgjast með tilraunaverkefnum Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar um styttingu vinnutíma. Eðlilega eru áskoranir í slíku ferli og misflóknar eftir eðli starfsemi hvers vinnustaðar. En fyrstu niðurstöður hljóta að vera hvatning fyrir aðra vinnuveitendur. Aukin starfsánægja, betri nýting vinnutíma (meiri framleiðni) og fleiri tækifæri starfsmanna til að sinna fjölskyldu og áhugamálum er sannarlega eftirsóknarvert bæði fyrir vinnuveitendur og starfsmenn.Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Inventus og FKA-félagskona.
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30
Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54
Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun