Styttri vinnuvika Rakel Heiðmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 16:00 Ég hef fylgst af áhuga með nýlegum fréttum varðandi tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Reykjavíkurborg hóf sína tilraun 2015 á þremur starfsstöðvum og hefur smám saman bætt við fleiri vinnustöðum í verkefnið. Mælingar gefa almennt til kynna góðan árangur verkefnisins, svo sem aukna starfsánægju meðal starfsmanna og meiri framleiðni. Hugsmiðjan kynnti einnig nýlega niðurstöður eigin tilraunverkefnis til tveggja ára þar sem vinnutími allra starfsmanna var styttur í sex klukkustundir á dag úr átta án launaskerðingar. Niðurstöður Hugsmiðjunnar eru sannarlega jákvæðar: 23% meiri framleiðni, 44% færri veikindadagar og starfsánægja mælist 100%. Og þrátt fyrir færri vinnustundir hafa tekjur Hugsmiðjunnar aukist að sögn talsmanna fyrirtækisins. Ég rannsakaði sveigjanleika á vinnustöðum í doktorsrannsókn minni í sálfræði um aldamótin. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsmenn hátæknifyrirtækis í Bandaríkjunum. Á heimasíðu fyrirtækisins kom fram að starfsmenn hefðu sveigjanleika í starfi og tækifæri til jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Í viðtölum mínum við starfsmenn (flestir sérfræðingar og stjórnendur) kom þó í ljós að vinnutími þeirra var almennt langur og tækifæri fyrir sveigjanleika lítill. Margir unnu 50-60 klukkustundir í viku hverri og nokkrir enn meira. Orlofsdagar töldu um tvær vikur á ári. Margir sögðust vera þreyttir, vinna undir miklu álagi og dreymdi um að komast snemma á eftirlaun (um 45-55 ára) til að sinna hugðarefnum sínum og ná meiri hvíld. Svo virtist sem eftirlaunadraumarnir væru haldreipi þeirra í miklu álags- og streituumhverfi. Á Íslandi þætti flestum skrýtið að ímynda sér eftirlaunaaldur um 45-55 ára eftir þrotlausa vinnu enda hlýtur að vera heilbrigðara að ná meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs í gegnum allan starfsferilinn. Vonandi þróast íslenski vinnumarkaðurinn ekki í þá átt sem hér var lýst á undan. Oft hefur þó komið fram að Íslendingar vinni að jafnaði lengri vinnudag en nágrannaþjóðir okkar og að framleiðni sé minni. Það er ánægjulegt að fylgjast með tilraunaverkefnum Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar um styttingu vinnutíma. Eðlilega eru áskoranir í slíku ferli og misflóknar eftir eðli starfsemi hvers vinnustaðar. En fyrstu niðurstöður hljóta að vera hvatning fyrir aðra vinnuveitendur. Aukin starfsánægja, betri nýting vinnutíma (meiri framleiðni) og fleiri tækifæri starfsmanna til að sinna fjölskyldu og áhugamálum er sannarlega eftirsóknarvert bæði fyrir vinnuveitendur og starfsmenn.Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Inventus og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15 Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst af áhuga með nýlegum fréttum varðandi tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Reykjavíkurborg hóf sína tilraun 2015 á þremur starfsstöðvum og hefur smám saman bætt við fleiri vinnustöðum í verkefnið. Mælingar gefa almennt til kynna góðan árangur verkefnisins, svo sem aukna starfsánægju meðal starfsmanna og meiri framleiðni. Hugsmiðjan kynnti einnig nýlega niðurstöður eigin tilraunverkefnis til tveggja ára þar sem vinnutími allra starfsmanna var styttur í sex klukkustundir á dag úr átta án launaskerðingar. Niðurstöður Hugsmiðjunnar eru sannarlega jákvæðar: 23% meiri framleiðni, 44% færri veikindadagar og starfsánægja mælist 100%. Og þrátt fyrir færri vinnustundir hafa tekjur Hugsmiðjunnar aukist að sögn talsmanna fyrirtækisins. Ég rannsakaði sveigjanleika á vinnustöðum í doktorsrannsókn minni í sálfræði um aldamótin. Þátttakendur í rannsókninni voru starfsmenn hátæknifyrirtækis í Bandaríkjunum. Á heimasíðu fyrirtækisins kom fram að starfsmenn hefðu sveigjanleika í starfi og tækifæri til jafnvægis á milli vinnu og einkalífs. Í viðtölum mínum við starfsmenn (flestir sérfræðingar og stjórnendur) kom þó í ljós að vinnutími þeirra var almennt langur og tækifæri fyrir sveigjanleika lítill. Margir unnu 50-60 klukkustundir í viku hverri og nokkrir enn meira. Orlofsdagar töldu um tvær vikur á ári. Margir sögðust vera þreyttir, vinna undir miklu álagi og dreymdi um að komast snemma á eftirlaun (um 45-55 ára) til að sinna hugðarefnum sínum og ná meiri hvíld. Svo virtist sem eftirlaunadraumarnir væru haldreipi þeirra í miklu álags- og streituumhverfi. Á Íslandi þætti flestum skrýtið að ímynda sér eftirlaunaaldur um 45-55 ára eftir þrotlausa vinnu enda hlýtur að vera heilbrigðara að ná meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs í gegnum allan starfsferilinn. Vonandi þróast íslenski vinnumarkaðurinn ekki í þá átt sem hér var lýst á undan. Oft hefur þó komið fram að Íslendingar vinni að jafnaði lengri vinnudag en nágrannaþjóðir okkar og að framleiðni sé minni. Það er ánægjulegt að fylgjast með tilraunaverkefnum Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar um styttingu vinnutíma. Eðlilega eru áskoranir í slíku ferli og misflóknar eftir eðli starfsemi hvers vinnustaðar. En fyrstu niðurstöður hljóta að vera hvatning fyrir aðra vinnuveitendur. Aukin starfsánægja, betri nýting vinnutíma (meiri framleiðni) og fleiri tækifæri starfsmanna til að sinna fjölskyldu og áhugamálum er sannarlega eftirsóknarvert bæði fyrir vinnuveitendur og starfsmenn.Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Inventus og FKA-félagskona.
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30
Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54
Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun