Umskurn sveinbarna Jón Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Um það bil þriðjungur allra sveinbarna á jörðinni er umskorinn á forhúð nokkrum dögum eftir fæðingu. Þetta á við um mikinn meirihluta sveinbarna í Norður-Afríku og víðar í álfunni, Arabalöndum, Persíu, í Mið-Asíu og í Indónesíu og um það bil helming sveinbarna í Norður-Ameríku. Lítill hluti umskorinna eru synir Gyðinga en meðal þeirra nýtur athöfnin sérstakrar helgi. Umskurn sveinbarna er smávægileg og fljótleg skurðaðgerð á húðfellingu, einna líkust minnstu lýtalækningum. Auðvelt er að koma við staðdeyfingu og annarri heilsugæslu. Umskurn sveinbarna samrýmist öllum þekktum hugmyndum um forræði foreldra. Hún er eins ólík umskurn ungmeyja og orðið getur. Frumvarp til laga um bann við umskurn sveinbarna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Refsiákvæði þess hljóta auk þess að teljast óhæfileg og niðurlægjandi. Enginn vafi er um góðan ásetning, en misskilin góðsemi og æskuhroki meðflytjenda koma einnig við sögu. Í núverandi aðstæðum hérlendis snertir bann þetta nær einvörðungu fjölskyldur aðfluttra múslíma. Í Fréttablaðinu (laug. 17.2. 2018) telur Óttarr Guðmundsson geðlæknir sæma að tengja þetta frumvarp sérstaklega við Framsóknarflokkinn og löngu látinn leiðtoga Framsóknarmanna. Hermann Jónasson forsætisráðherra tók þá erfiðu ákvörðun skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari að meina nokkrum Gyðingum landgöngu hér. Í þessu fylgdi hann fordæmi Breta, Svía og fleiri nágrannaþjóða. Full alvara málsins var ekki kunn hér þá, en ábyrgðin er hin sama. Eftir styrjöldina átti Thor Thors sendiherra góðan hlut að því að rétta orðspor Íslendinga. Ummæli Óttars eru hugsuð sem meinlítið skens. En þau eru óviðeigandi. Og Gyðingar og Ísraelsríki njóta virðingar meðal Íslendinga.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um það bil þriðjungur allra sveinbarna á jörðinni er umskorinn á forhúð nokkrum dögum eftir fæðingu. Þetta á við um mikinn meirihluta sveinbarna í Norður-Afríku og víðar í álfunni, Arabalöndum, Persíu, í Mið-Asíu og í Indónesíu og um það bil helming sveinbarna í Norður-Ameríku. Lítill hluti umskorinna eru synir Gyðinga en meðal þeirra nýtur athöfnin sérstakrar helgi. Umskurn sveinbarna er smávægileg og fljótleg skurðaðgerð á húðfellingu, einna líkust minnstu lýtalækningum. Auðvelt er að koma við staðdeyfingu og annarri heilsugæslu. Umskurn sveinbarna samrýmist öllum þekktum hugmyndum um forræði foreldra. Hún er eins ólík umskurn ungmeyja og orðið getur. Frumvarp til laga um bann við umskurn sveinbarna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Refsiákvæði þess hljóta auk þess að teljast óhæfileg og niðurlægjandi. Enginn vafi er um góðan ásetning, en misskilin góðsemi og æskuhroki meðflytjenda koma einnig við sögu. Í núverandi aðstæðum hérlendis snertir bann þetta nær einvörðungu fjölskyldur aðfluttra múslíma. Í Fréttablaðinu (laug. 17.2. 2018) telur Óttarr Guðmundsson geðlæknir sæma að tengja þetta frumvarp sérstaklega við Framsóknarflokkinn og löngu látinn leiðtoga Framsóknarmanna. Hermann Jónasson forsætisráðherra tók þá erfiðu ákvörðun skömmu fyrir upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari að meina nokkrum Gyðingum landgöngu hér. Í þessu fylgdi hann fordæmi Breta, Svía og fleiri nágrannaþjóða. Full alvara málsins var ekki kunn hér þá, en ábyrgðin er hin sama. Eftir styrjöldina átti Thor Thors sendiherra góðan hlut að því að rétta orðspor Íslendinga. Ummæli Óttars eru hugsuð sem meinlítið skens. En þau eru óviðeigandi. Og Gyðingar og Ísraelsríki njóta virðingar meðal Íslendinga.Höfundur er fv. skólastjóri
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun