Hefur áhyggjur af stéttaskiptingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:31 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna í menntamálum. „Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Þetta er í rauninni grafalvarleg staða. Í rauninni er það þannig að maður skilur ekki í því að ekki sé verið að stofna rannsóknarnefndir og að draga fólk til ábyrgðar fyrir þessa stöðu.“ Þetta segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgunni um stöðuna í menntamálum á Íslandi. Davíð var gestur ásamt Skúla Helgasyni, borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og formanni Skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. „Við sjáum það að frá 2003 hefur stærðfræðikunnáttu hrakað um 3,5%. Lestri hefur hrakað um 5% frá árinu 2000 og í náttúruvísindum hefur þessum fimmtán ára krökkum hrakað um 3,6% frá 2006. Við erum að dragast aftur úr öðrum þjóðum,“ segir Davíð. Í ljósi þess að Ísland væri með dýrustu grunnskóla í heimi væri ljóst að peningar væru ekki skýringin á því að meðalstig íslenskra ungmenna væri 473 en meðaltal OECD-ríkjanna væri 493. „Það er eitthvað annað sem er að.“Davíð hefur áhyggjur af stéttaskiptinguHelst hefur Davíð áhyggjur af læsisvanda drengja því 30% þeirra geta ekki lesið sér til gagns. “Þarna held ég að sé stærsta hættan hvað varðar ójöfnuð, að við séum að búa til stéttaskiptingu byggða á þessu. Þrjátíu prósent drengja eru augljóslega ekki að fara að ná – því miður líklega ekki - góðum árangri í námi, ekki bara stúdentspróf eða háskóla heldur líka í iðnnámi. Menn þurfa auðvitað að kunna að lesa vel, sér til gagns, ef þeir ætla að vera í iðnnámi. Þetta er að fara að hafa veruleg slæm áhrif á lífsgæði alls þessa fólks og okkar allra því aukið menntunarstig eykur hagvöxt.“ Staðan verst á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum upprunaSkúli Helgason, sem fer fyrir Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar, segir að það sé alveg rétt að þegar horft sé til lengra tímabils sé ljóst að leiðin hafi legið niður á við hjá íslenskum ungmennum. Það sé tilefni til þess að bregðast við. Aftur á móti telur Skúli mikilvægt að greina stöðuna í menntamálum eftir landshluta og uppruna. Þegar rýnt sé í þær tölur liggi það ljóst fyrir að staðan sé mun verri á landsbyggðinni og hjá börnum af erlendum uppruna.Skúli Helgason, borgarfulltrúi, telur brýnt að ríkið grípi inní til að bæta menntamálin á landsbyggðinni.Íslendingar brugðist börnum af erlendum uppruna„Ég held við verðum bara að viðurkenna það að þarna höfum við ekki staðið okkur nægilega vel, það er að segja að þjónusta þennan hóp, börn af erlendum uppruna,“ segir Skúli. Í samanburði við aðrar þjóðir höfum við – sem samfélag – ekki staðið okkur nægilega vel í því að sinna þörfum barna af erlendum uppruna að sögn Skúla. Bæta verði móðurmáls- og íslenskukennslu barnanna.Mikilvægt að ríkið grípi inn íNiðursveiflan, segir Skúli, sé fyrst of fremst á landsbyggðinni. „Ef þú horfir á stöðuna á landsbyggðinni þá er staðan mun verri þar og þar finnst mér að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í,“ segir Skúli sem ítrekar að allra besti árangurinn hljótist af samvinnu ríkis og sveitarfélaga.Í myndspilaranum að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira